fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Prinsinn rýfur þögnina eftir að Katrín greindi frá krabbameinsgreiningunni

Fókus
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bretaprins hefur látið lítið fara fyrir sér síðan að eiginkona hans, Katrín prinsessa steig fram og greindi frá því að hún hafi greinst með krabbamein. Prinsinn hefur nú rofið þögnina á samfélagsmiðlum og birti færslu í gær.

Þar deildi hann stuðning við bresku fótboltakonuna Rachel Daly sem hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Prinsinn þakkar Rachel fyrir marga ógleymanlega leiki með uppáhalds liði prinsins, Aston Villa, og segir fótboltakonuna hafa skilað liði sínu fjölmörgum mörkum í safnið.

Líkt og gjarnan á til að gerast hefur fótboltaáhuginn smitast frá föður til sonar, en sonur Vilhjálms Georg prins, er líka aðdáandi Aston Villa.

Katrín prinsessa greindi frá því þann 22. mars að er hún gekkst undir aðgerð snemma á árinu hafi fundist þar krabbamein. Læknar gerðu sitt besta til að skera meinið burt en til að tryggja að engar krabbameinsfrumur hafi setið eftir þarf prinsessan að gangast undir fyrirbyggjandi lyfjameðferð. Að sögn heimildarmanna úr höllinni átti Katrín erfitt samtal við börn sín áður en hún greindi opinberlega frá veikindunum. Þar sem börnin eru á ólíkum aldrei gætti Katrín að því að greina aðeins eldri börnunum frá alvarleika málsins á meðan sá yngsti, Louis fékk að heyra að mamma væri veik en að allt yrði í lagi.

New York Post greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð