Dr. Rena Malik er skurðlæknir sem sérhæfir sig í kynheilbrigði. Hún segir að þú getir sagt til um stærð getnaðarlim karlmanns bara með því að horfa framan í hann.
Hún segir að það sé fylgni milli nefstærðar og typpastærðar. Menn með stórt nef eiga það til að vera með stórt typpi og öfugt.
Dr. Malik blés á mýtuna um að skóstærð segi til um typpastærð í hlaðvarpsþættinum Diary of a CEO.
„Það er ein japönsk rannsókn sem sýnir fram á þetta,“ segir hún en tekur fram að rannsakendur hafi aðeins skoðað japanska karlmenn, svo það er gott að hafa það í huga að það eru einhverjar takmarkanir.
„Þeir skoðuðu alla þessa líkamshluta og typpastærð og þeir komust að því að nefastærð tengdist typpastærð, ekki handastærð eða skóstærð.“
Karlmenn ættu þó ekki að hafa neinar áhyggjur. Samkvæmt nýlegri rannsókn sem var framkvæmd af vísindamönnum við University of Kent þá hafa konur ekki sérstakan áhuga á stórum typpum. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja þá hugmynd að konur telji ekki stærðina skipta mestu máli heldur hvernig þú notar verkfærið.
Dr. Malik er ekki sú eina sem hefur haldið þessu fram.
Læknirinn Anthony Youn er vinsæll á TikTok og deilir ýmsum fróðleik á miðlinum. Hann sagði, í vinsælu myndbandi á TikTok árið 2021, að það sé marktæk fylgni á milli typpastærðar og nefastærðar. Menn með stærri nef eru oft með stærri getnaðarlim og menn með lítil nef eru gjarnan með minni getnaðarlim.
Læknirinn vísaði í rannsókn sem birtist í Basic and Clinical Andrology. Samkvæmt niðurstöðum eru menn með stærri nef með 13,5 cm typpi að lengd að meðaltali, á meðan menn með minni nef eru með um 10,4 cm typpi að lengd að meðaltali.
Einnig kom fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að aldur, hæð og þyngd hefur ekkert að gera með typpastærð.
@tonyyounmdThe surprising connection between your nose and your junk! ##medicalfacts ##medicalfact ##notcap♬ Tea Time – Steve Mushrush & Klaus-Lothar Dietrich & Rolf Kersting