fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Læknir segir að þú getir sagt til um typpastærð karlmanns með því að horfa framan í hann

Fókus
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 14:27

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Rena Malik er skurðlæknir sem sérhæfir sig í kynheilbrigði. Hún segir að þú getir sagt til um stærð getnaðarlim karlmanns bara með því að horfa framan í hann.

Hún segir að það sé fylgni milli nefstærðar og typpastærðar. Menn með stórt nef eiga það til að vera með stórt typpi og öfugt.

Dr. Malik blés á mýtuna um að skóstærð segi til um typpastærð í hlaðvarpsþættinum Diary of a CEO.

„Það er ein japönsk rannsókn sem sýnir fram á þetta,“ segir hún en tekur fram að rannsakendur hafi aðeins skoðað japanska karlmenn, svo það er gott að hafa það í huga að það eru einhverjar takmarkanir.

„Þeir skoðuðu alla þessa líkamshluta og typpastærð og þeir komust að því að nefastærð tengdist typpastærð, ekki handastærð eða skóstærð.“

Karlmenn ættu þó ekki að hafa neinar áhyggjur. Samkvæmt nýlegri rannsókn sem var framkvæmd af vísindamönnum við University of Kent þá hafa konur ekki sérstakan áhuga á stórum typpum. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja þá hugmynd að konur telji ekki stærðina skipta mestu máli heldur hvernig þú notar verkfærið.

Nef og typpi

Dr. Malik er ekki sú eina sem hefur haldið þessu fram.

Læknirinn Anthony Youn er vinsæll á TikTok og deilir ýmsum fróðleik á miðlinum. Hann sagði, í vinsælu myndbandi á TikTok árið 2021, að það sé marktæk fylgni á milli typpastærðar og nefastærðar. Menn með stærri nef eru oft með stærri getnaðarlim og menn með lítil nef eru gjarnan með minni getnaðarlim.

Læknirinn vísaði í rannsókn sem birtist í Basic and Clinical Andrology. Samkvæmt niðurstöðum eru menn með stærri nef með 13,5 cm typpi að lengd að meðaltali, á meðan menn með minni nef eru með um 10,4 cm typpi að lengd að meðaltali.

Einnig kom fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að aldur, hæð og þyngd hefur ekkert að gera með typpastærð.

@tonyyounmdThe surprising connection between your nose and your junk! ##medicalfacts ##medicalfact ##notcap♬ Tea Time – Steve Mushrush & Klaus-Lothar Dietrich & Rolf Kersting

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Í gær

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Í gær

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Í gær

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu