fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 18:30

Barkley var heitt í hamsi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Körfuboltagoðsögninni Charles Barkley fannst ekki mikið koma til sólmyrkvans á mánudag. Eða þá heldur að fólk væri að leggja það á sig að horfa til himins til að fylgjast með þessu. Þvert á móti fannst honum það vera aular sem það gerðu.

„Voruð þið einhverjir af þessum aulum sem sem stóðu úti og störðuð á þetta í dag?“ spurði Barkley í útsendingu á úrslitaleik bandaríska háskólakörfuknattsleik á milli Uconn og Illinois háskólanna.

Samlýsandi Barkley, Ernie Johnson, neitaði því en Barkley hélt áfram eins og Fox News sjónvarpsstöðin greinir frá.

„Jú víst. Hei, við höfum öll séð myrkur. Hættið þessu!,“ sagði Barkley sem gerði garðinn frægan í NBA deildinni á síðustu öld með Philadelphia 76ers og Phoenix Suns. „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu. Það verður komið myrkur þegar við förum út í kvöld.“

Hér á Íslandi var deildarmyrkvi en í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada gátu tugmilljónir séð almyrkva. Fólk keypti sér sólmyrkvagleraugu í stórum stíl og margir hópuðust saman eða héldu veislur. Almyrkvi verður sýnilegur á Íslandi 12. ágúst árið 2026.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram