fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Litla ævintýrið við eldhúsborðið varð að tískuveldi – „Við mamma ætluðum að vera tvær í búðinni“  

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 24. mars 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við mamma ætluðum að vera tvær í búðinni og maðurinn minn í bókhaldinu hálfan daginn og lagernum hinn hluta dagsins.“  

Það var eitthvað á þessa leið sem Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir sá Lindex ævintýrið fyrir sér áður en lagt var af stað.  

Lóa og Rúna Didriksen eigandi Misty ræddu verslun og þróun mála á spennandi tímum. Mynd: Aðsend
Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir eigandi Lindex, Stella I. Leifsdóttir Nielsen eigandi Belladonna og Edda Blumenstein eigandi og ráðgjafi – beOmni ráðgjöf. Mynd: Aðsend

Lóa ætlaði að vera í fæðingarorlofi en það leið ekki á löngu að hún vildi stökkva af stað og ekki óraði henni fyrir því sem síðar gerðist. Með seiglu og kjarki lagði hún í leiðangur sem hún sér ekki eftir í dag. Litla ævintýrið sem var skipulagt við eldhúsborðið hjá Lóu í Svíþjóð, sem hófst fyrir 13 árum síðan, í dag eru Lindex verslanirnar á Íslandi orðnar tíu talsins og nýlega var umfangið á fatamarkaðnum á Íslandi stækkað með opnun þriggja Gina Tricot verslana sem slegið hafa í gegn.  

Viðskiptanefnd Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA , stóð fyrir heimsókn til Lóu í Lindex sem er félagskona FKA og einlæg frásögn hennar einkenndist af krafti, einlægni og hvatningu. Lóa sagði frá hugmyndinni við eldhúsborðið í Svíþjóð sem varð til þess að hún keyrði um Ísland til að selja barnafatnað sem endaði með fyrstu versluninni, en þá þurfti dyravörð til að halda utan um röð sem myndaðist fyrstu dagana fyrir utan fyrstu Lindex verslunina.  

Olga Einarsdóttir stílisti var á staðnum, lukkuhjól, afsláttur og léttar veitingar. Þá var Claudia stjórnarkona í Viðskiptanefnd búin að fara í fría stílistaráðgjöf hjá Olgu. „Ég hef ekki keypt gallabuxur á Íslandi í 15 ár og fyrsta sem Olga kom með í klefann voru gallabuxur,“. Til að gera langa sögu stutta keypti Claudia buxurnar og hefur fundið sitt draumasnið. Skemmtilegar spurningar komu um viðskipti, verslun og fróðleiksmolar í spjalli.  

„Þegar ég bjó í Svíþjóð 1975 þá mældu þau í Lindex upp stóran hluta af sænskum konum til að finna gallabuxur sem henta konum, annað en mjóu buxurnar í small,“ sagði ein og vísaði í einsleitnina, stöðluð snið sem voru svo langt frá því að vera þægileg né passa fjöldanum. Stefna Lindex um fjölbreytileika og líkamsvirðingu hefur vakið verðskuldaða athygli en í auglýsingum Lindex eru konum sem eru alls konar – eins og konur jú eru. 

Olga Einarsdóttir og Claudia Ashanie Wilson.
Mynd: Aðsend
Claudia að segja frá upplifun sinni af stílistaráðgjöf með Olgu, sínar óskir og væntingar og hvað hún fékk út úr klukkustund af persónulegri ráðgjöf. Mynd: Aðsend

Olga stílisti hefur vakið athygli fyrir að fanga persónuna og koma viðskiptavinum ánægjulega á óvart með að prófa nýja hluti og finna sinn stíl, stíl sem hentar hverju æviskeiði. „Ég náði í Olgu sem hefur verið að gera stórkostlega hluti fyrir viðskiptavini okkar enda búin að vera að starfa sem stílisti víða og vinna með og fyrir fræga einstaklinga. Hún hefur allt sem þarf!“ segir Lóa sem hvetur konur til að prófa að bóka sér tíma í persónulega ráðgjöf hjá Olgu og gefa sér gæðastund með henni. „Ég nota sömu flíkina á nokkra vegu og þetta er svakalega skemmtilegt!“ segir Olga og Claudia tekur undir.  Búið var að fela páskaegg á nokkrum stöðum í versluninni og þær sem fundu egg fengu tíma hjá Olgu. 

Það var fróðlegt að verja tíma með Lóu og Önnu en Anna móðir Lóu hefur verið í viðskiptum í áratugi og þær elska báðar að vera í verslun. Fallegt mæðgnasamband og dásamleg orka sem gustar af þeim, reynslumiklar og tilbúnar til að miðla með þeim sem á eftir koma og vera hvatning að láta draumana rætast og taka stökkið. 

Hanna, Olga, Anna, Lóa og Claudia.
Mynd: Aðsend
Hanna Guðfinna Benediktsdóttir framkvæmdastjóri og stjórnarkona í Viðskiptanefnd FKA og Marianne Ribes framkvæmdastjóri Atfylgi en hún er formaður FKA New Icelanders FKA. Mynd: Aðsend
Rannveig Gunnarsdóttir lyfjafræðingur og Anna María Pétursdóttir framkvæmdastjóri Coolity. Mynd: Aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?