fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Var að taka upp efni fyrir OnlyFans þegar eitthvað fór verulega úrskeiðis – „Það varð á stærð við kókdós“

Fókus
Föstudaginn 22. mars 2024 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klámstjarnan Adam Manikis var lagður inn á sjúkrahús í níu klukkutíma eftir að getnaðarlimur hans bólgnaði upp og varð jafn stór og kókdós eftir vinnuslys.

Manikis, sem selur efni á OnlyFans undir nafninu theapolloshow, var að taka upp efni fyrir heimasíðuna sína þegar eitthvað fór verulega úrskeiðis. Hann hélt fyrst að hann væri bara marinn á typpinu en næsta dag hafði það bólgnað svo mikið upp. „Það varð á stærð við kókdós,“ segir hann.

Hann fór rakleitt á sjúkrahús og dvaldi þar í níu tíma á meðan læknarnir skoðuðu hann og reyndu að ná bólgunni niður.

Manikis fékk þær fréttir að hann væri með blóðtappa í typpinu og mætti ekki stunda kynlíf í 30 daga.

Nú eru liðnir átján dagar og hefur Manikis verið að skrásetja ferlið á samfélagsmiðlum. Í nýlegu myndbandi sagðist hann vera að „missa vitið.“

@theapolloshowproductionsDay 18 in heII♬ original sound – TheApolloShowProductions

„Orkan mín er upp úr öllu valdi, ég hef verið að æfa mjög mikið og hef einnig verið mjög afkastamikill í öðrum verkefnum. En kynhvötin mín hefur líka aldrei verið svona mikil,“ sagði hann.

Hann sagði að sem betur fer væri getnaðarlimur hans nánast orðinn alveg eðlilegur.

„Ég ætla samt að fylgja fyrirmælum læknisins og klára þessa 30 daga,“ sagði hann í samtali við Courier Mail.

Þetta hefur einnig engin áhrif á vinnuna hans, vissulega getur hann ekki tekið upp nýtt efni en hann hefur nóg annað að gera.

„Þetta kom fyrir á besta mögulega tíma, því ég var nýbúinn að taka upp fullt af efni og nú hef ég tíma til að vinna í þeim, auglýsa þau og svona. Þannig þetta hefur ekki verið svo slæmt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Í gær

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu