fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Fókus

Söfnuðu hátt í milljón fyrir UN Women

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 13. mars 2024 20:30

Kristjana Brynjólfsdóttir og Lilja Ósk Diðriksdóttir úr Alþjóðanefnd FKA sem stóðu fyrir uppboðinu ásamt New Icelanders FKA. Mynd: Eva Rún Eiðsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkið Kvennadalshnúkur, gjörningur og fatnaður með geometrísku mynstri frá íslenskum hátískuhönnuði voru meðal þeirra verka sem hægt var að bjóða í á stórglæsilegu góðgerðauppboði Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA. 

Góðgerðaruppboð FKA fór fram í Gallerí Fold til styrktar UN Women Íslandi á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA stóð fyrir uppboðinu undir nafninu „Fjárfestum í konum” þar sem ágóðinn rann óskiptur til verkefna UN Women á heimsvísu og mun þannig hafa bein áhrif á líf kvenna og stúlkna í neyð og stuðla að jafnrétti.  

Helga Björnsson hönnuður (til vinstri) sem var með litaglaðan kjól og slæðu í geometrísku mynstri á uppboðinu. Helga hefur starfað sem búningahönnuður, listamaður og hátískuhönnuður til margra ára í París en þar vann hún í þrjá áratugi sem Haute Couture fatahönnuður hjá hátískuhúsinu Louis Féraud. Mynd: Eva Rún Eiðsdóttir

Jákvæðni og hlátur einkenndi kvöldið og safnaðist tæplega 900 þúsund krónur fyrir UN Women á Íslandi. Framlagið mun styðja mikilvægt starf UN Women á heimsvísu og af nægu er að taka ef 300 ár eru í að raunverulegt jafnrétti náist, haldi þróunin áfram á sama hraða og nú. 

Kynnir kvöldsins, Svanlaug Jóhannsdóttir, hvatti öll viðstödd til að opna veskin með góðum húmor og uppboðshaldarinn Jóhann Hansen sá um sjálft uppboðið.  

Jóhann Ágúst Hansen framkvæmdastjóri hjá Gallerí Fold uppboðshúss fór á kostum með Svanlaug Jóhannsdóttir sem var kynnir kvöldsins. Gallerí Fold tók höfðinglega á móti gestum og lagði söfnuninni lið. Mynd: Eva Rún Eiðsdóttir

„Það var hvetjandi að sjá svona margar konur koma saman til að styðja hverja aðra, hafa gaman en í senn hafa góð áhrif á samfélagið. Þessi viðburður hefði ekki orðið nema með rausnarlegum gjöfum frá Gallerí Fold, Arion banka, Coca Cola á Íslandi og öllu því frábæru listafólki sem gáfu verkin sín,“ sagði Kristjana Thors Brynjólfsdóttir frá Alþjóðanefnd FKA.  

Christine Gísladóttir og Jóna Þorvaldsdóttir listljósmyndarar voru með verk í uppboðinu. Jóna Þorvaldsdóttir sagði skemmtilega frá verki sínu Kvennadalshnúkur. Mynd: Eva Rún Eiðsdóttir
Valeria Bulatova verkefnastýra fjáröflunar og Sara McMahon kynningarstýra UN Women á Íslandi. Mynd: Eva Rún Eiðsdóttir
Birgitta G.S. Ásgrímsdóttir sem hlaut Gulleggið 2024 fyrir Sea Growth, hugmynd sem gengur út á að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum þ.e. svokallaðan vistfisk. Með henni er Tristan E. Gribbin ein af stofnendum Flow VR sem hreppti Gulleggið 2018. Mynd: Eva Rún Eiðsdóttir
Danielle Neben framkvæmdastjóri og Nathalia Bardales markaðsstjóri. Mynd: Eva Rún Eiðsdóttir
Svanlaug Jóhannsdóttir eigandi Osteostrong kynnir kvöldsins og Ásdís Sif Gunnarsdóttir sem var með gjörning á uppboðinu. Það verður veisla þegar Ásdís fremur gjörninginn „Ásýnd“ hjá ánægðum hæstbjóðenda. Mynd: Eva Rún Eiðsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hús Matthew Perry selt ári eftir andlát hans

Hús Matthew Perry selt ári eftir andlát hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er ekki bara kvóti á fiskinn. Það er líka kvóti á hversu miklar svívirðingar þú þolir“

„Það er ekki bara kvóti á fiskinn. Það er líka kvóti á hversu miklar svívirðingar þú þolir“