fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Ólst upp í mikilli einangrun en átti geisladisk með íslenskri hljómsveit

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 9. mars 2024 18:30

Rapace sló í gegn sem Lisbeth Salander í myndum byggðum á bókum Stieg Larsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska leikkonan Noomi Rapace segir frá því í nýlegu viðtali að hún hafi alist upp í mikilli einangrun á sveitabæ. Eina skemmtunin hafi verið fjórir geisladiskar og einn af þeim íslenskur.

„Ég ólst upp á sveitabæ. Við áttum ekki sjónvarp í mörg ár. Það var ekkert útvarp, engin dagblöð, það bárust engar upplýsingar inn á heimilið. Það eina sem ég gerði var að sitja út í bíl og hlusta á geisladiska,“ segir hin 44 ára gamla Rapace í viðtali við breska blaðið The Guardian.

Rapace, sem er hálfspænsk að uppruna, á mikla Íslandstengingu. Stjúpfaðir hennar var íslenskur og flutti fjölskyldan til Flúða þegar hún var fimm ára. Átta ára flutti hún aftur til Svíþjóðar.

„Ég átti fjóra geisladiska. Bruce Springsteen, Tracy Chapman, Dolly Parton og skrýtna íslenska hljómsveit sem kallast KK,“ segir Rapace og á þar væntanlega við KK Band. Af þessum fjórum diskum var það hins vegar Springsteen sem heillaði mest. „Ég fékk þráhyggju fyrir Springsteen þegar ég var lítil, og mig dreymdi um að tengjast heiminum.“

Rapace vakti heimsathygli fyrir leik sinn sem Lisbeth Salander í kvikmyndum byggðum á bókum Stieg Larsson.

Íslandstengingunni var ekki lokið því að árið 2021 lék hún í kvikmyndinni Dýrið eftir eftir Valdimar Jóhannsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram