Hann gerði það í færslu í Instagram Story á dögunum og beindi orðum sínum til kristna fylgjenda sinna.
„Kristið fólk, þegar þið hugsið um Justin og Hailey eruð þið til í að biðja fyrir þeim, að hafa visku, vernd og að tengjast drottni,“ sagði hann og bætti við: „Fólk í áberandi stöðum þarf að kljást við sérstakar áskoranir.“
Baldwin útskýrði ekki nánar af hverju hann hafi beðið fólk um að biðja fyrir dóttur sinni og tengdasyni. Fjölmiðlar vestanhafs hafa reynt að ná á þau en enginn hefur viljað tjá sig.
Hailey Bieber er sögð vera verulega ósátt við föður sinn vegna málsins. Heimildarmaður TMZ segir að hjónin séu að ganga í gegnum „persónulegt fjölskyldumál“ sem Stephen Baldwin hafi vitað um og þrátt fyrir að faðir hennar hafi viljað þeim vel hafi hann vakið áhyggjur meðal aðdáenda þeirra og umtal.
Fyrirsætan er einnig sögð ósátt við að hjónabandserfiðleikar hennar séu nú í sviðsljósinu.