McCanna greindist með sjaldgæfa tegund krabbameins, svokallað sarkmein, fyrir rúmum fimm árum. Sarkmein getur lagst á bandvefi, bein og vöðva.
Leikarinn tilkynnti í gær að McCanna hefði látist þann 5. janúar síðastliðinn. Hann greindist með meinið sumarið 2018, eða um svipað leyti og móðir hans – eiginkona Gary Sinise – greindist með þriðja stigs brjóstakrabbamein.
Meinið lagðist einkum á hrygg McCanna og gekkst hann undir aðgerð í september 2018 til að fjarlægja meinið og aftur í febrúar 2019 vegna sýkingar sem kom upp. Vorið 2019 kom í ljós að meinið hafði komið aftur og dreift sér um líkamann.
Meinið hafði þau áhrif að McCanna gat illa hreyft sig og þurfti að notast við hjólastól síðustu ár sín. Þrátt fyrir það tókst McCanna – sem var tónlistarmaður að mennt – að taka upp og gefa út plötu sem fékk nafnið Resurrection & Revival.
View this post on Instagram