fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fókus

Fólk kastar upp í ræktinni eftir að hafa byrjað á vinsælu megrunarlyfi – „Sem betur fer náði ég í ruslafötuna“

Fókus
Mánudaginn 26. febrúar 2024 11:45

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færri Bandaríkjamenn eru að mæta í ræktina árið 2024 miðað við síðustu ár og þjálfarar segja vinsælt megrunarlyf eiga sök.

Ozempic var þróað sem lyf í baráttu gegn sykursýki en hefur reynst byltingarkennt sem megrunarlyf.

Sjá einnig: Lýtalæknar græða á aukaverkun vinsæla megrunarlyfsins – Þetta er „Ozempic andlitið“

Ýmsar aukaverkanir geta fylgt notkun lyfsins, eins og ógleði. „Ég hef séð nokkuð marga skjólstæðinga, bæði nýja og reyndari, kasta upp á æfingu vegna lyfjanna, því þeim er svo flökurt og svimar,“ sagði einkaþjálfarinn Salim Javed við The Post.

Í umfjöllun The Post er rætt við 28 ára konu sem viðurkenndi að hafa kastað upp tvisvar sinnum í ræktinni eftir að hafa byrjað á Ozempic.

„Sem betur fer náði ég í ruslafötuna,“ sagði hún.

Í bæði skiptin var hún að gera æfingar sem hún hafði gert oft áður, áður en hún byrjaði á Ozempic.

Vilja frekar léttast en að byggja upp styrk

Þetta gæti hugsanlega útskýrt af hverju aðsókn í líkamsræktir hafa farið dvínandi í Bandaríkjunum.

„Þetta er fyrsta árið sem ég sé fólk hætta að æfa í janúar. Skjólstæðingar vilja frekar léttast heldur en að byggja upp vöðvamassa eða hugsa um heilsuna í heild sinni,“ sagði Javed.

„Það eru tveir hópar, fólkið sem byrjar á Ozempic til að hefja þyngdartapsvegferð sína og svo er það fólkið sem missir allan metnað til að æfa þegar það byrjar á lyfinu. Ég var vön að sjá suma í ræktinni í þrjá tíma á dag, en nú eru þeir byrjaðir á Ozempic og hættir að mæta,“ sagði einkaþjálfarinn Makena Diehl við The Post.

Á milli ára hafa hlutabréf í líkamsræktarstöðvum og tækjum í Bandaríkjunum lækkað. Hlutabréf Planet Fitness hafa lækkað um 15 prósent, Xponential hafa lækkað um 58 prósent, Nautilius hafa fallið um 78 prósent og Peleton hafa fallið um 66 prósent.

Eina líkamsræktarkeðjan sem hefur farið upp milli ára er Equinox. Hugsanlega er hægt að tengja það við nýtt prógram sem stöðvarnar bjóða upp á sem er sérstaklega ætlað fólki sem hefur misst mikla þyngd á megrunarlyfjum eins og Ozempic, Wegovy og Mounjaro. Samkvæmt talsmanni Equinox hefur aðsókn aukist um 12 prósent milli ára.

Konan sem ældi í ræktinni mætir enn. „Ég veit bara núna að ég get ekki borðað fyrir æfingu. Ég reyni að æfa fastandi á morgnanna,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa áhyggjur af Kate Perry í örmum kvennabósans Justin Trudeau

Hafa áhyggjur af Kate Perry í örmum kvennabósans Justin Trudeau
Fókus
Fyrir 3 dögum

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sharon Osbourne og börnin vottuðu Ozzy virðingu sína með einstökum hætti

Sharon Osbourne og börnin vottuðu Ozzy virðingu sína með einstökum hætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vandræðaleg ljósmynd af breskri sjónvarpsstjörnu á Íslandi – „Ertu ólétt?“

Vandræðaleg ljósmynd af breskri sjónvarpsstjörnu á Íslandi – „Ertu ólétt?“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dauðadæmt ástarævintýri heldur netverjum í heljargreipum – Baldur kúrir hjá Auði en hans bíða ólýsanlegar þjáningar

Dauðadæmt ástarævintýri heldur netverjum í heljargreipum – Baldur kúrir hjá Auði en hans bíða ólýsanlegar þjáningar
Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“
Fókus
Fyrir 1 viku

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já