fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Jodie Foster afþakkaði eitt þekktasta hlutverk kvikmyndasögunnar – „Líf mitt hefði getað verið svo öðruvísi“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 18. febrúar 2024 13:30

Jodie Foster

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsvinkonan og bandaríska leikkonan Jodie Foster sagði nýlega í viðtali að hún hefði afþakkað hlutverk sem varð að einni af þekktustu persónum kvikmyndasögunnar.

Leikkonan, sem er orðin 61 árs, mætti í viðtal í Graham Norton Show í vikunni til að tala um nýjasta hlutverk sitt í True Detective, sjónvarpsþættir sem teknir voru upp að mestu á Íslandi. 

Þar viðurkenndi Foster að líf hennar hefði getað orðið allt öðruvísi ef hún hefði ekki hafnað aðalhlutverki í vísindaskáldsögu, en Foster sagði að hún verið ráðin í upprunalegu Star Wars röðina sem Leia prinsessa, en hún varð að hafna hlutverkinu þar sem hún var á sama tíma að leika hlutverk í Disney kvikmynd.

„Ég fékk hlutverk Leiu prinsessu en gat ekki tekið það vegna þess að ég var þegar að gera Disney-mynd. Líf mitt hefði getað verið svo öðruvísi og ég hefði viljað hafa þetta hár.“

Carrie Fisher sem Leia prinsessa

Eins og flestir vita þá fór Carrie Fisher með hlutverk prinsessunnar í upprunalega Stars Wars þríleiknum og endurtók hlutverk sitt í The Force Awakens árið 2016. Fisher lést í lok árs 2016, en senur með henni voru notaðar í The Last Jedi árið 2017 og The Rise Of Skywalker árið 2019.

Foster var með fríðu föruneyti í þætti Norton, en Olivia Colman, Lorraine Kelly, Wanda Sykes, Austin Butler, Josh Brolin, Calvin Harris og Rag ‘n’ Bone Man mættu í sófann í sama þætti.

Foster er tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Nyad, og er um að ræða fyrstu tilnefningu hennar síðan árið 1995, þegar hún var tilnefnd fyrir hlutverk hennar í Nell. Óskarsverðlaunin fara fram 10. mars.

Foster fékk fyrstu Óskarstilnefninguna aðeins 15 ára gömul fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir Taxi Driver árið 1977. Hún vann sín fyrstu Óskarsverðlaun 27 ára sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir The Accused árið 1989. Árið 1992 vann hún verðlaunin aftur fyrir aðalhlutverk í The Silence of the Lambs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli