fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fókus

Kolbeinn Tumi með umdeilda skoðun – „Þetta er galið“

Fókus
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 09:29

Kolbeinn Tumi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, vill banna fjáraflanir foreldra fyrir börnin sín á Facebook.

Hann ákvað að skrifa pistil á Vísi til að útskýra hvernig hann komst að þeirri niðurstöðu. Þetta byrjaði allt fyrir nokkrum vikum þegar hann sá enn aðra auglýsinguna á samfélagsmiðlinum.

„Á dögunum birtist fyrir augum mér auglýsing frá foreldri á Facebook. Hann Gunni okkar er að safna fyrir X og til að geta farið í ferðina er hann að selja dýrindis klósettpappír og lakkrís. Tek við pöntunum í kommentum. Flesta daga hefði ég verið líklegur til að styrja viðkomandi, af hverju ekki? Sýna lit. En þarna fann ég til mótþróa. Og skrifaði stutta færslu á Facebook.

Þar velti ég því upp hvort ekki væri komið nóg af fjáröflunum foreldra fyrir börnin sín á Facebook. Hvort það ætti ekki hreinlega að banna þær? Grín en samt smá alvara. Við foreldrar að styrkja börn hverra annarra á meðan þau hanga í símanum. Einn engill í Árbænum upptekinn við að hjálpa gamalli konu yfir götuna. Nei, þetta er galið.“

Börn með vinsæla foreldra

Kolbeinn Tumi spyr hvaða börn ætli safni mest.

„Jú, þau sem eiga vinsælustu foreldrana með flesta vinina á Facebook. Fólk sem hefur öflugt tengslanet og stendur heilt yfir vel í þjóðfélaginu. Þarf ekki endilega á nokkrum þúsundköllum að halda í styrk með klósettpappírssölu enda fer peningurinn hjá þeim bara í að styrkja börn foreldra vina sinna á móti.“

Hann viðurkennir að hann hafi vissulega gerst sekur um þátttöku í gegnum árin.

„Ég hef auglýst fjáraflanir barnanna svo þessi skrif koma úr hörðustu átt. Til að tryggja lágmarksþátttöku barnanna minna í þeirra eigin fjáröflun, það má ekki gleyma því hver er að safna, píndi ég þau öll til að hringja í það góða fólk sem lagði fram pöntun til að „staðfesta“ viðskiptin.“

Vill öðruvísi safnanir

Kolbeinn Tumi segir eflaust einhverja foreldra hafa verið sára út í skrif hans á Facebook um málið.

„Sérstaklega þau sem sjá um að skipuleggja fjáröflunina, sem tekur að sjálfsögðu tíma. Þetta fólk er hetjur í sjálfboðaliðastörfum fyrir fjöldann. Eiga pláss í himnaríki víst ásamt formönnum húsfélaga. Sem betur fer eru til aðrar safnanir sem fólk stendur fyrir og finnur upp á. Safnanir sem eru óháðar vinsældum og tengslaneti foreldra. Safnanir þar sem krakkarnir sjálfir eru fyrirliðar í söfnuninni og þurfa að hafa fyrir hlutunum þótt foreldri sé ekki langt undan eins og í öðrum verkefnum barna í lífinu.

Það er nefnilega þannig að fólk sem hefur minnst á milli handanna á ekki endilega marga vini á Facebook. Það er eins með erlenda ríkisborgara sem flytjast til landsins, sinna þjónustustörfum sem sífellt færri Íslendingar sinna. Facebook-safnanir skila þessu fólki, sem þarf mest á stuðningnum að halda, að líkindum litlu sem engu.“

Segir pass næst

Næst þegar Kolbeinn Tumi sér auglýsingu frá fólki „í fínum vinnum, sem býr í fínum húsum og keyrir um á Teslum“ ætlar hann að „segja pass.“

Hann segir einnig að barnið sjálft græði lítið á þessu öllu saman, það sé hins vegar þriðji aðilinn sem græðir mest, fyrirtækið sem framleiðir vörurnar.

„Gróðinn er lítill sem enginn að teknu tilliti til tíma, ökuferða og leiðinda, já leiðinda. Nema hjá þriðja aðilanum, hann græðir helling. Svo held ég að þetta sé séríslenskt fyrirbæri. Ég hef í það minnsta ekki orðið var við svona færslur frá vinum mínum erlendis.

Stærsti ávinningur margra barna af fjáröflunum er nefnilega ekki peningurinn. Það er uppeldislega atriðið. Það er frumkvæðið að gera eitthvað, ganga í hús, aðstoða við vörutalningu, telja dósir, sameinast um markmið, eflast félagslega, taka þátt í hópstarfi, vinna saman að verkefni, styrkja sig sem einstakling. og átta sig á virði peninga um leið. Sá ávinningur fæst ekki með Facebook-fjáröflunum foreldranna.

Við viljum ekki að börnin okkar læri að peningar vaxi á Facebook-statusum foreldra?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum