fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fókus

Segjast aldrei hafa þurft að gera þetta fyrr en þau komu til Íslands

Fókus
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 15:30

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem virðist vera bresk segir frá því í Facebook-hópnum Reykjavik, Iceland Travel and Vacation að við komuna til Íslands hafi henni verið tjáð að hún yrði að framvísa skjölum til að sanna að hún væri sannarlega amma dóttursonar hennar, sem var í fylgd með henni og eiginmanni hennar, og hefði leyfi frá foreldrum hans til að hafa hann með sér til landsins. Konan segist hafa ferðast með drenginn til tólf landa en þetta hafi verið í fyrsta sinn sem henni hafi verið tjáð að þörf væri á slíku.

Konan segir að við vegabréfaeftirlit á Keflavíkurflugvelli hafi henni verið tjáð að hún og eiginmaður hennar yrðu að framvísa skjölum sem sönnuðu að þau væru afi og amma drengsins. Hún segir að á ferðum þeirra til annarra landa hafi hún alltaf haft fæðingarvottorð drengsins meðferðis sem og miða frá móður hans sem veitti henni leyfi til að fara á milli landa með drenginn. Í vegabréfaeftirlitinu á Keflavíkurflugvelli hafi hins vegar verið áréttað að hún yrði að hafa formlegra leyfi meðferðis en slíkan miða. Konan fullyrðir að þetta hafi verið í fyrsta sinn á ferðum þeirra sem hún hafi verið beðin um að framvísa miðanum og fæðingarvottorðinu.

Konan segir að á endanum hafi þeim verið hleypt í gegn án þess að hún útskýri það nánar.

Virðist ekki vera einsdæmi

Við stutta leit fundust ekki upplýsingar um hvaða skilyrði fólk þarf að uppfylla til að ferðast með börn sem það hefur ekki forsjá yfir til Íslands. Á Ísland.is eru þó upplýsingar um ferðir slíkra aðila með börn frá Íslandi sem leiða má líkum að því að gildi einnig um ferðir til Íslands.

Mælt er með því að auk hefðbundinna ferðaskilríkja hafi fólk meðferðis samþykkisyfirlýsingu frá forsjáraðila og einnig forsjárvottorð.

Í athugasemdum við færsluna segist fólk hafa lent í samskonar aðstæðum í ferðalögum til annarra landa en Íslands. Hollensk kona segist hafa oft við komuna til Hollands þurft að sanna að hún færi ein með forsjá yfir barni sínu, sem var í fylgd hennar, og að faðir þess væri látinn.

Bresk kona sem segist vera einstæð móðir segir að hún hafi ferðast með dóttur sína til 18 landa en aldrei hafa neins staðar verið beðin um að sanna að um væri að ræða hennar barn og að hún hefði forsjá yfir því. Öðru máli hafi hins vegar gegnt við komuna aftur til Bretlands. Þá hafi hún verið beðin um slíkar sannanir og dóttir hennar verið spurð um hvort hún væri virkilega mamma hennar, hvert þær hafi farið, í hvaða skóla hún sé o.sfrv. Konan lýsir ánægju sinni með þetta þar sem hún geri sér fulla grein fyrir að markmiðið sé að koma í veg fyrir mansal á börnum.

Í annarri athugasemd kemur fram að sams konar skilyrði séu fyrir ferðalög milli landa með börn í Portúgal.

Viðtökurnar sem konan fékk við komuna til Íslands virðast við því alls ekki vera fáheyrðar.

Aðalatriðið er þó líklega að ekki verður betur séð af færslunni en að afinn, amman og barnabarnið hafi notið Íslandsferðarinnar. Konan tekur það raunar sérstaklega fram að dóttursonurinn hafi elskað það að vera á Íslandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Í gær

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 4 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?