fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Katrín gekkst undir aðgerð í gær – Verður frá opinberum skyldustörfum fram yfir páska

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 15:03

Katrín hertogaynja Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Middleton hertogaynja af Wales var lögð inn á sjúkrahús í gær vegna „fyrirhugaðrar kviðarholsaðgerðar,“ eins og segir í tilkynningu frá Kensingtonhöll. Aðgerðin á London Clinic heppnaðist vel en Katrín mun dvelja í tíu til 14 daga á sjúkrahúsinu til að ná bata og mun ekki snúa aftur til opinberra starfa fyrr en eftir páska.

Katrín, sem er 42 ára, mun síðan snúa aftur heim til Windsor í Berkshire til að halda bataferlinu áfram með stuðningi fjölskyldu sinnar. Kemur fram í frétt DailyMail að ekki mun hafa verið um krabbamein að ræða. Líklegt er að læknar muni ráðleggja Katrínu að jafna sig í tvo til þrjá mánuði og endurkoma hennar til opinberra starfa mun ráðast af læknisráði þegar nær dregur þeim tíma.

Ekki er búist við að Kate snúi aftur á opinbera viðburði fyrr en eftir páska og eiginmaður hennar Vilhjálmur Bretaprins mun nú deila tíma sínum milli opinbera skyldna hans og tíma með fjölskyldunni.  Í tilkynningunni kemur fram að Vilhjálmur muni fresta einhverjum skyldustörfum sinum, meðan hann styður fjölskyldu sína, og mun hann ekki taka að sér nein opinber störf á meðan eiginkona hans er á sjúkrahúsi, né fyrst eftir að hún snýr heim.

Hjónin munu ekki ferðast erlendis næstu mánuði, en frekari upplýsingar um bataferli Katrínar verða veittar þegar við á.

Talsmaður hallarinnar sagði klukkan 14:00 í dag: „Hin konunglega hátign prinsessan af Wales var lögð inn á London Clinic í gær vegna fyrirhugaðrar kviðarholsaðgerðar. Aðgerðin heppnaðist vel og búist er við að hún verði á sjúkrahúsi í tíu til fjórtán daga áður en hún snýr aftur heim til að halda áfram bataferli. Miðað við núverandi læknisráð er ólíklegt að hún snúi aftur til opinberra starfa fyrr en eftir páska.

Prinsessan af Wales kann að meta þann áhuga sem þessi yfirlýsing mun vekja. Hún vonar að almenningur skilji vilja hennar til að viðhalda eins eðlilegu ástandi fyrir börnin sín og mögulegt er og ósk hennar um að persónulegar læknisupplýsingar hennar verði áfram persónulegar. Kensington-höll mun því aðeins veita upplýsingar um bataferli hennar konunglegu hátignar þegar það eru mikilvægar nýjar upplýsingar til að deila.

Prinsessan af Wales vill biðja alla hlutaðeigandi afsökunar á því að hún þarf að fresta væntanlegum skyldustörfum sínum. Hún hlakkar til að finna nýjan tíma fyrir þau eins fljótt og hægt er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli