fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Klikkaðasta kjaftasagan að hún hafi látið fjarlægja tvö rifbein – „Ég heyrði þetta allt saman“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 14. janúar 2024 20:00

Hera Gísladóttir. Mynd/Instagram @heragisla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilsumarkþjálfinn, athafnakonan og stjörnuspekingurinn Hera Gísladóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Heru Gísladóttur finnst gott að vera með mörg járn í eldinum og starfar í dag sem heilsumarkþjálfi og stjörnuspekingur.

Það mætti segja að hún hafi skotist fram á sjónarsviðið fyrir rúmlega áratug þegar hún og athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeins byrjuðu saman. Hera er sterkur karakter með bein í nefinu og lét ekki slúðursögurnar hafa áhrif á sig, sérstaklega ekki hlægilega orðróminn um að hún hafi látið fjarlægja rifbein til að grennast.

Nú eru tíu ár liðin, þau eiga saman son og hafa staðið saman í fyrirtækjarekstri um árabil en hún segir lykilinn að heilbrigðu jafnvægi þar á milli vera samskipti og deilir nokkrum góðum sambandsráðum í þættinum sem má horfa á í heild sinni hér. 

Hera Gísladóttir er nýjasti gestur Fókuss, spjallþáttar DV.

„Ég held þetta komi með karakternum“

Aðspurð hvernig þau Ásgeir kynntust segir Hera: „Það er bara í rauninni mjög rómantískt. Við vorum bæði á föstu á Austur,“ og hlær.

„Þannig hittumst við fyrst. Þetta var eiginlega allt Ásgeirs megin. Bara stjörnur í augunum þegar hann sá mig. Ég vil meina að þetta hafi verið meira hans megin en mín.“

Ekkert gerðist í nokkra mánuði þar sem þau voru bæði á föstu en síðan hættu þau bæði með þáverandi mökum. „Við smullum saman á rosa stuttum tíma. Þá var ég akkúrat að klára skólann og bjó út á landi. Ég flutti eiginlega strax til hans og stuttu seinna kom barn, trúlofun.“

Ásgeir hefur lengi verið í sviðsljósinu og var fjallað um nýtt samband þeirra í flestum fjölmiðlum landsins, þau prýddu forsíður slúðurblaða eins og Séð & Heyrt og var Hera skyndilega orðin að umræðuefni á kaffistofum landsins. Aðspurð hvort það hafi ekki verið mikil breyting, fyrir ungu konuna utan af landi, segir hún:

„Ég held að þetta komi með karakternum […] Ég er bara þannig karakter að mér líður vel með athygli. Ég hef alltaf sótt í að vera á sviðinu í grunnskóla, ég hef alltaf verið þessi karakter og núna sé ég þetta sem forréttindi að fá að hafa áhrif. Ég get fengið að hafa áhrif, það eru litlar stelpur sem líta upp til mín. Ég sjálf, fyrir tveimur til þremur árum, var ekki að líta á þetta þannig. Ég var meira að einbeita mér að því að hafa gaman og vera spontant […]  Ég vil nota athyglina á jákvæðan hátt. Ég vil byggja upp fólk, og þannig samfélagið.“

Hera Gísladóttir og Ásgeir Kolbeins. Mynd/Getty Images

„Vá, þú ert engin tussa!“

Það getur verið leiðinlegur fylgikvilli þess að vera þekktur einstaklingur að fólk á það til að gefa sér fyrirframgefnar hugmyndir um mann, þó þær eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Slúðursögur fara á kreik og fólk virðist alltaf finna upp á einhverju nýju til að kjafta um.

„Fólk oft fattar ekki að ég er mjög djúpur karakter og ég hef mjög mikinn áhuga á öllu sem heitir dýpt. En það er einhver ranghugmynd, ég held þetta sé einhver svona „sæt og heimsk“ ranghugmynd sem ég get bara nýtt mér. Kostir og ókostir,“ segir hún.

Hera lenti líka í þessu þegar hún var flugfreyja hjá WOW air. „Í fluginu var oft sagt við mig, eftir flugið: „Vá, þú ert engin tussa!““

„Ég tek þessu ekki alvarlega, ég er rosalega líbó týpa. Það er mjög erfitt að komast inn fyrir skelina,“ segir hún.

„En mér finnst ekki gott ef ég læt einhverjum líða illa. Þegar þetta er eitthvað komment sem ég sagði og [einhverjum sárnaði].“

Hera Gísladóttir og Ásgeir Kolbeins. Mynd/Getty Images

Sögð hafa fjarlægt rifbein

Hera segir að útlit hennar hefur sætt gagnrýni í gegnum árin. „Strákurinn var svona fjögurra vikna og þá voru brjóstin auðvitað alveg að springa. Þá [sagði fólk]: „Heyrðu, Ásgeir getur ekki verið með henni nema hún lætur blása í brjóstin á sér.“ Svo byrjaði fólk að sjá mig í ræktinni  og sagði: „Hún er búin að láta blása í rassinn á sér.“ Svo hætti ég að hlusta á þessa útlitslegu gagnrýni, það var alltaf verið að segja að ég væri með alls konar átröskun og á eiturlyfjum til að halda mér mjórri. Ég heyrði þetta allt saman en það var í rauninni ekki fyrr en ég heyrði að ég hafi átt að vera búin að taka úr mér tvö rifbein til að vera með mjótt mitti,“ segir Hera og hlær.

„Þá var ég bara, já já, komið með þetta.“

Hera ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér.

Fylgstu með Heru á Instagram.

Hlustaðu á Stjörnuspeki á Spotify og skoðaðu Orkugreining.is hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Hide picture