fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Hera lærði erfiða en mikilvæga lexíu – „Maður er búinn að vera í naflaskoðun síðustu tvö ár“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 19:59

Hera Gísladóttir er nýjasti gestur Fókuss, spjallþáttar DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilsumarkþjálfinn, athafnakonan og stjörnuspekingurinn Hera Gísladóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Heru Gísladóttur finnst gott að vera með mörg járn í eldinum og starfar í dag sem heilsumarkþjálfi og stjörnuspekingur.

Það mætti segja að hún hafi skotist fram á sjónarsviðið fyrir rúmlega áratug þegar hún og athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeins byrjuðu saman. Hera er sterkur karakter með bein í nefinu og lét ekki slúðursögurnar hafa áhrif á sig, sérstaklega ekki hlægilega orðróminn um að hún hafi látið fjarlægja rifbein til að grennast.

Nú eru tíu ár liðin, þau eiga saman son og hafa staðið saman í fyrirtækjarekstri um árabil en hún segir lykilinn að heilbrigðu jafnvægi þar á milli vera samskipti og deilir nokkrum góðum sambandsráðum.

Fyrir nokkrum árum fékk hún mikinn áhuga á stjörnuspeki, en það er gaman að segja frá því að þetta byrjaði allt þegar hún dró Ásgeir með sér í ræktina og reyndi að kenna honum ævintýralegar æfingar. Nú rekur parið  Orkugreiningu, ásamt stjörnuspekingnum Gunnlaugi Guðmundssyni. Hún segir það ótrúlegt hvað það geti hjálpað fólki mikið að fá stjörnukort sitt – eða orkugreiningakort eins og það er kallað í dag- og segir það geta verið tól fyrir fólk til að skilja sig sjálft betur og upplag orku- og þarfasviða persónuleika þeirra.

Hera Gísladóttir og Ásgeir Kolbeins. Mynd/Instagram

Veitingastaðarekstur eins og góðgerðastarfsemi

Ásgeir og Hera ráku veitingastaðinn Punk í miðbæ Reykjavíkur í nokkur ár en seldu hann síðasta haust til að einbeita sér að öðrum verkefnum.

„Ásgeir aðallega var að reka þetta og svo fór þetta allt í skrúfuna. Það var Covid um leið og við opnuðum, þetta var bara spurning: Viltu halda áfram? Ég vil segja við alla veitingamenn þarna úti bara til hamingju með að gera þetta. Þetta er eins og góðgerðastarf í dag. Þetta er ekki að bjóða upp á mikið að vera í þessum rekstri. Þannig við fórum yfir í þetta,“ segir Hera og er þá að vísa í fyrirtæki hennar, Ásgeirs og Gunnlaugs Guðmundssonar stjörnuspekings, Orkugreining og halda þau einnig úti hlaðvarpinu Stjörnuspeki.

Eftir að Hera fékk áhuga á stjörnuspeki hófst mikil sjálfsvinna.

„Maður er búinn að vera í naflaskoðun síðustu tvö ár. Ég er farin að sjá [Ásgeir betur] og fegurðina við hann. Mér finnst svolítið algengt að fólk sé að brjóta niður af því að það þekkir sjálft sig ekki nógu vel, þá brýtur það makann sinn eða barnið niður. Við köllum þetta í uppeldinu „velviljað niðurbrot“. Af því við viljum barninu okkar að sjálfsögðu vel, en við erum gjörn á að reyna að setja það í formið sem við erum í. Við erum að vinna með þetta, hætta að brjóta hvort annað niður, læra á okkur sjálf og þá í leiðinni byggjum við upp í kringum okkur.“

Hera útskýrir nánar í þættinum hvernig þetta hefur breytt henni sem móður, sem og uppeldisaðferðum hennar.

Instagram/@heragisladottir

„Hjálpaðu mér!“

Mikill áhugi er á stjörnukortum en Hera segir vandamálið vera að oft vilji fólk einfalda lausn við flóknu vandamáli.

„Í dag er þetta ennþá svolítið þannig að fólk kemur og biður: „Hjálpaðu mér!“ Það er svolítið samfélagið í dag. Við förum til læknis: „Læknaðu mig!“ Kemur til okkar: „Segðu mér hvað ég er og hvað er að mér.“ En fyrir mér snýst þetta um að allt sem læknar þig er inn í þér. Þú þarft að finna hvað er að, hvernig getur þú fundið innra með sjálfri þér,“ segir Hera og tekur dæmi:

„Þetta er svona eins og ég segi oft þegar ég kem upp á efri hæðina heima og er eitthvað pirruð út í Ásgeir og hreyti einhverju í hann, en svo er ég bara: „Sorrí, þetta er ég.“ ÉG er ekki búin að fara út að hreyfa mig í dag. ÉG er ekki búin að borða. Mér finnst við þurfa að taka ábyrgð á okkur og eigin lífi og ég held að þá fari samfélagið að myndast sem heild. En núna eru allir að rífast við alla, allt út um allt. Við erum ekki að fara inn á við og taka ábyrgð á okkur sjálfum, til þess að geta búið til þessa heilrænu mynd og bera virðingu fyrir næsta einstakling.“

Lærði erfiða, en mikilvæga lexíu

„Erfiðasta lexía sem ég hef þurft að læra í lífinu er hraðinn minn og ég var að smyrja mig allt of þunnt. Ég hélt ég gæti verið hundrað prósent mamma, hundrað prósent maki, vinkona, djammari og starfsmaður. Ég hélt ég gæti verið út um allt, hundrað prósent,“ segir Hera, sem klessti síðan á vegg, sem var dýrmætur lærdómur.

„Ég nefnilega er þannig í lífinu að mér finnst gott allt sem ég get lært af. Ég klessi ekki á vegg og bíð eftir að klessa á hann aftur. Ég er dugleg að grípa mig og segja og tala við sjálfa mig, hvað hefði ég getað gert betur?“

Þarna hófst sjálfsvinna, fyrir um þremur árum, og þá tók Hera eftir því að hún og Ásgeir væru ekki að tala saman.

„Svo ætlast maður alltaf til að hjónaband eða samband gangi. Af því að einstaklingarnir eru búnir að segja í byrjun að þeir séu skotnir í hvor öðrum og svo gengur þetta. En þetta er bara vinna, stanslaus. Við höfum fundið út úr því að dagleg vinna er miklu betri en að dúndra á þessa veggi.“

Horfðu á þáttinn með Heru í heild sinni hér að ofan.

Fylgstu með Heru á Instagram.

Hlustaðu á Stjörnuspeki á Spotify og skoðaðu Orkugreining.is hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Í gær

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“
Hide picture