fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fókus

Varalesari afhjúpar hvað var sagt í samtalinu sem vakti heimsathygli

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 09:28

Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Golden Globes-verðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles síðastliðið sunnudagskvöld.

Umfjöllun um hátíðina hefur tröllriðið miðlum vestanhafs og vöktu sum augnablik meiri athygli en önnur. Eins og samtal stórstjarnanna Taylor Swift og Selenu Gomez.

Myndband af þeim ræða saman, ásamt leikkonunni Keleigh Sperry, hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Í því er Gomez að segja frá einhverju – að því sem virðist – mjög áhugaverðu.

Á einum tímapunkti heyrist Sperry segja: „Timothée?!“ Og er þá líklegast að tala um leikarann Timothée Chalamet sem var á staðnum ásamt kærustu sinni, raunveruleikastjörnunni Kylie Jenner.

Sjá einnig: Staðfestu orðróminn með fyrsta opinbera stefnumótinu

Netverjar hafa verið í yfirvinnu við að leysa úr ráðgátunni um hvað þær hafi eiginlega verið að tala um og í hvaða samhengi nafn Chalamet hafi borið á góma.

Vildi ekki taka mynd með henni

Flestir voru sammála um að Gomez virtist segja Swift og Sperry að Chalamet hafi neitað að taka mynd af sér með henni.

Varalesarinn Jeremy Freeman segist sammála þeirri kenningu. Í samtali við Page Six segir Freeman að Gomez hafi sagt við dömurnar: „Hann vildi ekki mynd með mér. Hann sagði nei.“

Sperry sagði þá: „Timothée?!“ Og Gomez kinkaði kolli.

Heimildarmaður náinn Gomez segir þetta ekki satt og heldur því fram að leikkonan hafi ekki talað við Chalamet á verðlaunahátíðinni.

„Hún fór aldrei til hans og bað um mynd,“ segir heimildarmaður Page Six.

Þó svo að Chalamet og Gomez séu ekki góðir vinir þá þekkjast þau eftir að hafa leikið saman í rómantísku gamanmyndinni „A Rainy Day in New York.“

Taylor Swift lét systur Jenner, Kim Kardashian, heyra það í viðtali við Time nýlega. Ekki er vitað hvort að samskipti hennar og Kylie Jenner séu stirð vegna þessa.

Sjá einnig: Taylor Swift segir Kim Kardashian til syndanna – „Ég flutti til annars lands og fór ekki út úr húsi í ár“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“