Leikarinn Kieran Culkin sem hóf ferilinn átta ára gamall í kvikmyndinni Home Alone árið 1990 segir börn sín enn ekki hafa horft á jólamyndina sem er fyrir löngu orðin klassík og skylduáhorf flestra heimila um jólin.
Á mánudag var Culkin í viðtali við E! News á 34. árlegu Gotham verðlaunahátíðinni í New York borg, þar sem hann viðurkenndi að hafa ekki leyft börnum sínum að horfa á myndina. Culkin sem er orðinn 42 ára á dótturina Kinsey, fimm ára, og soninn Wilder, þriggja ára, með eiginkonu sinni Jazz Charton.
„Það eru nokkrir ógnvekjandi hlutir í myndinni. Fyrir þriggja ára soninn er tarantúlan og það er gaurinn í lokin sem segir: „Ég ætla að bíta af þér alla fingurna.“ Þetta er skelfilegt fyrir þriggja ára barn,“ sagði Culkin og bætti við að árið í ár gæti bara verið árið sem börn hans komast loksins í að sjá hátíðarstemningu myndarinnar.
„Við teljum að þau gætu verið tilbúin fyrir Home Alone á þessu ári. Ef ekki, á næsta ári.“
Kieran lék aukahlutverk í myndinni, Fuller McAllister, frænda aðalsöguhetjunnar. Bróðir hans Macaulay, sem er tveimur árum eldri lék aðalhlutverk myndarinnar, Kevin. Macaulay, sem þá var tíu ára, varð heimsþekktur og endurtók hlutverk tveimur árum seinna í Home Alone 2: Lost in New York.
Í janúar 2024 upplýsti Culkin að hann væri tilbúinn til að eignast fleiri börn. Þegar hann tók við verðlaunum fyrir aðalhlutverk í dramaseríu á 75. Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir hlutverk hans í Succession, kallaði leikarinn á eiginkonu sína og sagðist stríðnislega til í fleiri smábörn.
„Ég er búinn að biðja um fleiri í nokkurn tíma. Jazz svaraði því: „Kannski ef þú vinnur Emmy-verðlaunin.“ Ég suðaði ekki um fleiri börn í marga mánuði, og svo þegar ég vann Golden Globe, sagði ég: „Manstu hvað þú sagðir?“ Og Jazz var bara: „Hvað sagði ég, ég man ekki eftir þessu?“
Hér má sjá bræðurna saman í einu atriða myndarinnar: