fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Kanye West birti umdeildar djarfar myndir af eiginkonu sinni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 08:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Kanye West kom netverjum heldur betur á óvart þegar hann birti allt í einu þrjár myndir af eiginkonu sinni, Biöncu Censori.

Hann birti myndirnar á Instagram fyrir um fjórtán klukkutímum en á þeim stutta tíma hafa þær vakið gífurlega athygli og orðið mjög umdeildar. Ástæðan fyrir því er að Bianca er fáklædd og mjög alvarleg á svip. Margir halda því fram að með því að birta þessar myndir sé Kanye að niðurlægja hana, sérstaklega í ljósi þess að rapparinn hefur áður opinberlega gagnrýnt, og gert lítið úr, fyrrverandi eiginkonu sinni, Kim Kardashian, fyrir að birta of „djarfar“ og „kynferðislegar“ myndir á samfélagsmiðlum.

Fyrsta myndin sem hann birti. Skjáskot/Instagram

„Komdu aftur til Jesú, Kanye,“ sagði einn netverji, hér að neðan má sjá fleiri athugasemdir:

„Ætlarðu að halda áfram að niðurlægja þessa konu svona, eða hvað?“

„Þú átt alltaf í svo skrýtnum samböndum við kærustur þínar.“

„Komdu fram við hana af virðingu. Heimurinn þarf ekki að sjá hana svona. Þetta er ekki einu sinni tíska hvort sem er.“

„Þetta er sami gaurinn og predikar um Guð og kristileg gildi. Leyfðu mér að segja þér svolítið furðufugl, það að dóttir þín sé á TikTok er ekki að fara að skemma hana. Það að PABBI hennar sé að birta niðurlægjandi myndir af nöktum konum gerir það.“

„Hún lítur út fyrir að vera mjög leið.“

Sjálfur fullklæddur

Hann birti aðra mynd þar sem hann sést líka á myndinni. Hins vegar er hann fullklæddur og í leðurfrakka og hún er klædd í einhvers konar korsilett og agnarsmáan bikinítopp.

Skjáskot/Instagram

Síðasta myndin var af Biöncu í sömu fötum nema komin úr leðurfrakkanum.

Skjáskot/Instagram

Vinkonur hennar hafa áhyggjur

Í nóvember greindu erlendir miðlar frá því að vinkonur Biöncu reyndu að grípa í taumana og fá vinkonu sína til að slíta sambandinu við rapparann. Það virðist ekki hafa gengið.

Bianca er ástralskur arkitekt og byrjaði að starfa fyrir fyrirtæki Kanye, Yeezy, árið 2020. Þau hafa verið saman síðan byrjun árs 2023 og eru sögð hafa gifst við leynilega athöfn um miðjan janúar.

Í september sögðust vinkonur hennar hafa miklar áhyggjur af henni og að Kanye væri að „reyna að breyta henni í róttækari útgáfu af fyrrverandi eiginkonu hans, Kim Kardashian.“

Sjá einnig: Vinkonur eiginkonu Kanye West hafa miklar áhyggjur af hegðun hennar – „Hún er ekki svona“

Fatastíll og útlit hennar hefur tekið rosalegum breytingum eftir að hún kynntist rapparanum en það er þekkt að Kanye hafi áhrif á klæðaburð eiginkvenna sinna og kærasta.

Í sumar voru Bianca og Kanye á ferð um Ítalíu og vakti klæðaburður hennar mikla athygli og talsverða reiði. Fjölmargir kölluðu eftir því að Bianca yrði handtekin fyrir að særa blygðunarsemi en hún klæddist litlu öðru en gegnsæjum sokkabuxum og litlum toppum. Eitt kvöldið gekk hún um með púða í stað þess að vera í bol.

Þau voru einnig sett í lífstíðarbann eftir ósæmilegt atvik á bát.

Sjá einnig: Heldur áfram að hneyksla á Ítalíu – Svona var fatastíllinn áður en hún giftist Kanye

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn