fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Botnar ekkert í Íslendingum og hvetur okkur til að gera meira af þessu

Fókus
Föstudaginn 6. desember 2024 11:30

Cam Hannah skilur ekkert í okkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cam Hannah, ástralskur lífsþjálfi sem nýtur töluverðra vinsælda á TikTok, mun sennilega ekki flytja til Íslands í bráð.

Cam, sem er með tæplega 600 þúsund fylgjendur á TikTok, er staddur á Íslandi þessa dagana og hefur hann sýnt frá ferð sinni á síðunni sinni.

Í myndbandi sem hann birti í gær furðaði hann sig á því hvernig Íslendingar geta hafist hér við á veturna þegar myrkrið og kuldinn ræður ríkjum. „Hvernig getur einhver á Íslandi notið þess að sjá enga sól? Ég veit að það er vetur á þessum f-king stað en þegar ég vakna þá er ennþá myrkur,“ segir Cam í myndbandinu.

Hann tekur fram að hann sé búsettur á Balí sem er sólarparadís í augum margra og hann þurfi sína sól. Hana sé ekki að fá á Íslandi þar sem birtan á þessum árstíma vari í aðeins „fjórar klukkustundir“ eins og hann orðar það.

Cam hefur vissulega eitthvað til síns máls en samkvæmt vef Veðurstofunnar er sólris í Reykjavík í dag, 6. desember, klukkan 10:59 og sólarlag klukkan 15:39. Myrkur er skollið á klukkan 16:51.

„Ég finn klakann í æðum mér og mér líður eins og ég sé að breytast í fjandans vampíru hérna,“ segir hann og bætir svo við að honum finnist Íslendingar almennt heldur niðurlútir og fýldir – allavega á þessum árstíma. „Stundum væri gaman að sjá einhvern ókunnugan brosa eða vera hressan eins og ég er alltaf,“ segir hann og hvetur Íslendinga til að brosa og tala meira.

@camhannah_ Why are ya’ll so conceited #iceland ♬ original sound – Cam Hannah | Life Coach

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsæta níunda áratugarins fagnaði nýju ári á Íslandi

Ofurfyrirsæta níunda áratugarins fagnaði nýju ári á Íslandi