fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Fókus

Ofurfyrirsæturnar sameinast á epískri forsíðu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 28. september 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þekktustu og vinsælustu ofurfyrirsætur allra tíma sameinast á forsíðu tímaritsins Vanity Fair. 

Ljósmyndararnir Luigi og Iango settu sér það markmið að fá öll stærstu nöfnin í bransanum saman, og það má svo sannarlega segja að það markmið hafi náðst.

Nýjasta tölublað Vanity Fair „Fashion Issue“ inniheldur yfir tugi af þekktustu ofurfyrirsætunum frá árunum 1960 til 1990, þar á meðal Naomi Campbell, Cindy Crawford, Iman og Twiggy.

Auk forsíðumyndarinnar þar sem flestar sitja fyrir í svörtum fatnaði var hver og ein fyrirsæta mynduð í svarthvítu. Fyrirsæturnar, sem eru á aldrinum 47 ára til 79 ára, klæddust glæsilegum fatnaði á skemmtilegum myndum. Sumar breyttu hárgreiðslu sinni á milli mynda.

Nokkrar þeirra, eins og Eva Herzigova, Helena Christensen og Stephanie Seymour skildu lítið eftir fyrir ímyndunaraflið.

Eva Herzigova
Iman í Dolce & Gabbana.
Naomi Campbell
Carla Bruni
Augnförðun Twiggy hefur alltaf verið einkennandi fyrir útlit hennar.

Cindy Crawford fékk einnig eigin forsíðu klædd í Versace kjól. Hér er hún í Dolce & Gabbana blúndu undirfatasetti parað við lærháa sokka og hæla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg breyting á poppstjörnu fyrsta áratugarins

Ótrúleg breyting á poppstjörnu fyrsta áratugarins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjöll með nýtt lag – Boða tónleika

Fjöll með nýtt lag – Boða tónleika