fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fókus

Jógvan beittur fjárkúgun – „Á meðan þessu stóð hringdu þeir stanslaust í mig og áreittu“

Fókus
Fimmtudaginn 8. júní 2023 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn og skemmtikrafturinn Jógvan Hansen varð á dögunum fyrir barðinu á óprúttnum aðilum sem beittu hann fjárkúgun og áreittu hann.

Það má svo sannarlega segja að það hefur verið mikið um svindl hér á landi undanfarið og kannast margir við það að fá ýmis konar skilaboð reglulega, hvort sem það sé beint á netfangið eða í símann. Skilaboðin líta út fyrir að vera frá fyrirtækjum eins og póstinum, DHL og öðrum þar sem er óskað eftir að fólk setji inn korta upplýsingarnar í gegnum greiðsluhlekk.

Síðasta ár misstu fórnarlömb net svindlara um 254.445.158 kr. samtals sem tilkynnt var til lögreglunnar. Frá því að tölfræði hefur verið tekin saman frá lok árs 2017 þá hefur mælanlegt heildartjón af netglæpum á Íslandi verið 1.280.627.378 kr.

Öfgakenndasta tilvik þessa árs var maður sem tapaði 79.696.224 kr. á 53 dögum. eftir að glæpamennirnir höfðu tæmt reikninga hans þá leiðbeindu þeir honum um að taka lán í öllum þremur stærstu viðskiptabönkum Íslendinga.

Svindlararnir geta birst í ýmsum formum sem dæmi má nefna falskar fyrirtækjasíður, falskir ástvinir, fjárfesta síður, vörusvik, leigusvik, fjárkúgun og fleiri.

Einnig er gífurlegur faraldur hakkara sem ræna samfélagsmiðlasíðum einstaklinga með þeim tilgangi að fjárkúga einstaklinginn í það að greiða sér peninga til þess að fá síðuna til baka.

Jógvan fórnarlamb netsvindlara

Jógvan Hansen lenti illa í klóm hakkara nýlega þar sem Facebook-síðu hans, sem hann hafði verið með síðan árið 2008, ásamt Instagram-síðu hans, sem var með yfir 10 þúsund fylgjendum, var rænt.

Hakkararnir þóttust vera fulltrúar á vegum Instagram og buðu honum að fá bláa merkið, en þekktir og frægir einstaklingar fá umrætt merki til að sýna að þetta sé raunverulega viðkomandi en ekki gerviaðgangur. Á þeim tíma hafði Jógvan verið nýbúinn að sækja um bláa merkið og var því hæst ánægður með skilaboðin.

„Ég samþykkti að sjálfsögðu að fá merkið með því að smella á hlekkinn sem að fylgdi póstinum en þá voru þeir búnir að hakka sig inn hjá mér,“ segir Jógvan.

Skilaboð frá svikahröppunum.

Það var víst þannig að um leið og hann smellti á hnappinn þá var hann búin að hleypa þeim inn á aðganginn sinn og þeir hófust þá fljótt handa við að skipta út netfanginu hans og breyta um lykilorð svo hann kæmist ekki inn á aðganginn sinn.

„Á meðan þessu stóð hringdu þeir stanslaust í mig og áreittu, heimtuðu svo að ef ég myndi ekki borga þeim myndu þeir eyða síðunni minni. Ég tek ekki þátt í svona fjárkúgun og að sjálfsögðu kemur ekki til greina að greiði þeim eina einustu krónu,“ segir hann.

Söngvarinn ákvað að láta þetta ekki á sig fá og stofnaði nýja Instagram-síðu og hægt er að sýna honum stuðning með því að fylgja honum hér.

Hakkararnir áreittu hann.

Skilaboðin sem hann fékk

„Þetta kom mér mikið á óvart og hefði mér alls ekki dottið í hug að það væri eitthvað loðið við þetta fyrr en ég fékk skilaboðin: „Hi dude, I hacked your Instagram, Facebook and Snapchat. I will give it back for a fee. If you block or don’t reply I will delete it.“ Þetta var að sjálfsögðu skellur en ég ákvað að vera rólegur í gegnum þetta og halda áfram með lífið,“ segir hann.

Lögreglan mælir sterklega gegn því að greiða hökkurunum til þess að fá aðganginn aftur því í raun kveikir það enn frekari eld undir þeim.

Mikilvægt er að hafa varan á þegar kemur að öllum skilaboðum og samskiptum í gegnum netheimana sama í hvaða formi sem þau birtast. Hakkararnir verða klókari með hverjum deginum og það mikilvægasta af öllu er að aldrei ýta á hlekki eða setja inn greiðsluupplýsingar án þess að vera 100 prósent búin að ganga úr skugga að tengiliðurinn sem er að senda á ykkur sé frá sjálfu fyrirtækinu. Ef það er vafi á því er um að gera að hafa beint samband við fyrirtækið sem á við og spyrjast fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Kamala Harris í vanda

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tjáir sig um sambandið við einn vinsælasta leikara samtímans

Tjáir sig um sambandið við einn vinsælasta leikara samtímans
Fókus
Í gær

Sást í faðmlögum og skutli með fyrrverandi Jennifer

Sást í faðmlögum og skutli með fyrrverandi Jennifer
Fókus
Í gær

Áhyggjur aðdáenda ná nýjum hæðum – Dansaði ákaft með hnífa

Áhyggjur aðdáenda ná nýjum hæðum – Dansaði ákaft með hnífa
Fókus
Í gær

Dóttir Ásu og Andrésar fædd

Dóttir Ásu og Andrésar fædd
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um skilnaðinn við Brad Pitt – „Við börnin þurftum öll að græða sárin“

Opnar sig um skilnaðinn við Brad Pitt – „Við börnin þurftum öll að græða sárin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aniston tekur jakkafatalookið á næsta stig – Sjáðu myndirnar

Aniston tekur jakkafatalookið á næsta stig – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný sjaldséð mynd af Gisele Bündchen og öllum fimm systrum hennar

Ný sjaldséð mynd af Gisele Bündchen og öllum fimm systrum hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýttu sér þjófnað á úlpu til að komast inn á Bankastræti Club

Nýttu sér þjófnað á úlpu til að komast inn á Bankastræti Club