fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 30. maí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hafa margir, sumir segja grunsamlega margir, leikarar sem leikið hafa ofurhetjuna Superman átt ill örlög eftir að hafa tekist á við hlutverkið.

Því var með tímanum farið að pískra um Súperman bölvunina og að enginn sá er brygði sér í búninginn fræga væri henni undanþeginn. Og vissulega verður því ekki neitað að þeir eru lygilega margir leikararnir sem lent hafa hafa allt frá því að sjá feril sinn deyja og í að raunverulega deyja.

Bæði er um að ræða leikara sem leikið hafa Ofurmennið á hvíta tjaldinu og sjónvarpi en jafnvel þeir er hafa ljáð Ofurmenninu aðeins rödd sína virðast ekki undanþegnir bölvuninni.

Kirk Alyn

Kirk Alyn

Kirk Alyn lét Superman í tveimur þáttaseríum, sem gerðar voru ódýrt á fimmta áratug síðustu aldar. Eftir að vinsældir þáttanna hrundu og framleiðslu þeirra var hætt, fékk Alyn hvergi vinnu sem leikari. Hann var alltaf stimplaður sem ,,hinn ódýri Súperman.”

Alyn sá fyrir sér, með herkjum þó, með talsetningu auk þess að fá einstaka aukahlutverk í myndum og þáttum sem ekki sála man eftir.

Hans stærsta hlutverk, eftir daga hans sem Superman, var samt sem áður, merkilegt nokk, einmitt í mynd um ofurmennið. Hann lék föður Lois Lane í fyrstu  Supermankvikmyndinni af fjórum sem gerðar var með Christopher Reeve í aðalhlutverki árið 1978.

Þótti það við hæfi að bjóða honum hlutverkið.

Kirk Alyn lést úr Alzheimer árið 1999, þá 88 að aldri.

Bud Collyer

Bud Collyer var rödd Superman frá 1941 til 1943 en um var að ræða fyrstu teiknimyndaseríuna sem gerð var um Superman. Hann átti boðlegan feril að því loknu, en lítið meira en það og náði stjarna Collyer mestum hæðum er hann stjórnaði leikjaþætti sem hét To Tell the Truth.

Hann ljáði Superman aftur rödd sína í teiknimyndaseríu sem sjónvarpsstöðin CBS hóf framleiðslu á árið 1966 en lést skyndiega af völdum hjartaáfalls þremur árum síðar, aðeins 61 árs að aldri.

George Reeves

George Reeves

George Reeves lék Superman árið 1951 í kvikmyndinni Superman and the Mole Men. Hann lék einnig í sjónvarpsþáttaröðum um ofurmennið,  Adventures of Superman.

Í margra augum var hann hinn eini sanni Superman. Reyndar var nafn hans og andlit það tengt ofurmenninu að honum voru engin hlutverk boðin eftir að hann lagði búningnum. Svarið var alltaf hið sama – Reeves var og yrði einungis Superman í augum almennings.

Þann 16. júní 1959, aðeins örfáum dögum fyrir brúðkaup sitt, fannst Reeves látinn af völdum byssuskots. Við hlið hans lá skammbyssa hans. Hann var 45 ára gamall og ekkert sem benti til þunglyndis í fari hans, heldur hlakkaði hann mjög til brúðkaupsins.

Látið var úrskurðað sem sjálfsvíg en það voru, og eru enn, margir sem efast um þann úrskurð.

Til að mynda var hvergi að finna fingraför Reeves á byssunni, né nokkur fingraför yfirleitt. Einnig voru göt eftir byssukúlur í veggjum og á gólfi og undir líkinu fannst tómt skothylki. Reeves og unnusta hans voru með líflegt teiti í gangi þegar að hann lést og flest vitni ofurölvi og lítil hjálp í þeim þegar lögreglu bar að garði.

George Reeves

Reeves hafði átt í ástarsambandi við leikkonuna Toni Mannix, eiginkonu eins af æðstu stjórnendum MGM, Eddie Mannix. Hafði Reeves slitið sambandinu og tók Toni því vægast sagt ekki vel. Vilja vilja margir halda að Toni hafi í raun skotið Reeves en á móti kemur er að hún var gjörsamlega óhuggandi eftir lát hans.

Aðrir segja unnustu Reeves, Leonore Lemmon hafa myrt hann en hún mun hafa verið óheyrilega afbrýðisöm og rifust þau meðal annars harkalega vegna afbrýðisemi hennarkvöldið áður. Leonore lét sig hverfa frá Hollywood, og reyndar Kaliforníu, aðeins nokkrum dögum eftir lát Reeves.

Christopher Reeve

Christopher Reeve

Christopher Reeve er er sennilega frægasta dæmið um hina svonefndu bölvun.

Árið 1978 lék hann Superman í kvikmynd sem síðar leiddi af sér þrjár framhaldsmyndir og í augum í það minnsta þrigga kynslóða er og verður Reeve Superman. Hann hafði þó sjálfur aldrei verið sérstakur aðdáandi Superman en hafði þó horft á sjónvarpsþættina þar sem George Reeves lék kappann.

Christopher Reeve var svo sannfærandi í hlutverki sínu sem ofurhetjan að hann átti erfitt með að fá hlutverk í öðrum myndum. Árið 1995 var hann í útreiðartúr þegar hann féll af hesti sínum. Hann hálsbrotnaði og lamaðist fyrir neðan háls. Hann gat ekki andað hjálparlaust og var því háður öndunarvél og í hjólastól. Á næstum árum vakti hugrekki hans og lífskraftur í erfiðri lífsbaráttu mikla athygli og aðdáun umheimsins.

Reeve ásamt konu sinni, Dana, sem einnig lést langt um aldur fram.

Eftir slysið lék hann í nokkrum myndum, auk þess sem hann leikstýrði. Hann var ötull talsmaður rannsókna á sviði mænuskaða og stofnaði rannsóknasetur sem vann að slíkum rannsóknum, og þar eru börn hans nú í forsvari. Hann lést árið 2004 af völdum hjartabilunar, 52 ára gamall. Tveimur árum síðar lést ekkja hans, Dana Reeve, úr lungnakrabbameini, en hafði aldrei reykt. Hún var 44 ára gömul.

Lee Quigley sem Superman sem ungabarn. Hann er í fangi stórleikarans Marlon Brando.

Lee Quigley

Lee Quigley lét Superman sem ungabarn í kvikmyndinn sem gerð var 1978. Hann lést árið 1991, aðeins 14 ára gamall, af völdum sniffs af leysiefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“