fbpx
Fimmtudagur 28.september 2023
Fókus

Hundrað bestu barnabækur allra tíma

Jakob Snævar Ólafsson
Sunnudaginn 28. maí 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska ríkisútvarpið BBC hefur tekið saman lista yfir hundrað bestu barnabækur allra tíma.

BBC hefur tekið áður saman sambærilega lista en í þetta sinn þótti mikilvægt að beina sjónum að barnabókum í ljósi þess hversu vanmetnar þær þykja oft vera í samanburði við bókmenntir fyrir fullorðna.

Er það von BBC að jafnvel fullorðnir lesendur muni endurnýja kynnin við bækur á listanum eða kynnast þeim í fyrsta sinn. Alls voru 177 sérfræðingar í barnabókmenntum, frá 56 löndum, beðnir um að gera lista yfir tíu bestu barnabækur allra tíma og voru þessir listar svo loks sameinaðir í einn. Einn Íslendingur tók þátt, Katrín Lilja Jónsdóttir, annar ritstjóra bókmenntavefsins Lestrarklefinn og formaður Íslandsdeildar IBBY (The International Board on Books for Young People). IBBY eru alþjóðleg samtök sem vinna meðal annars að því að efla barnabókmenntir og lestur barna.

Elsta bókin á listanum er frá 2. öld fyrir krist en sú nýjasta frá 2020. Sérstaklega er þó tekið fram að listinn hafi hallað talsvert til ensku en alls voru 74 bækur á listanum fyrst gefnar út á því tungumáli. Næsta tungumál á eftir var sænska með níu bækur. Einnig ber að taka fram að því miður rataði engin íslensk bók á listann.

Meirihluti þátttakenda er fæddur á áttunda og níunda áratug síðustu aldar sem hefur líklega haft mikið um það að segja að á listanum eru bækur gefnar út á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum mest áberandi.

Tekið er sérstaklega fram, hjá BBC, að ekki eigi að skoða listann sem endanlegan sannleika heldur sem hvata að frekari umræðu og uppgötvunum um barnabækur.

Hér að neðan má síðan sjá hverjar efstu 10 bækurnar á listanum eru.

Sæti tíu til tvö

Við byrjum á bókunum sem enduðu í öðru til tíunda sæti og birtum listann í öfugri röð það er að segja byrjum á sæti tíu og vinnum okkur að sæti tvö. Listinn samanstendur af titlum bókanna, eins og þeir birtust í íslenskum þýðingum, viðkomandi höfundum, upprunalandi bókanna og frumútgáfuári.

10. Matthildur (Roald Dahl og Quentin Blake – Bretland, 1988)

9. Vefurinn hennar Karlottu (E.B. White og Garth Williams – Bandaríkin, 1952)

8. Bangsímon (A.A. Milne og E.H. Shepard – Bretland, 1926)

7. Ljónið, nornin og skápurinn (C.S. Lewis – Bretland, 1950)

6. Gyllti áttavitinn ( Philip Pullman – Bretland, 1995)

5. Hobbitinn (J.R.R. Tolkien – Bretland, 1937)

4. Litli prinsinn (Antoine de Saint-Exupéry – Frakkland, 1943)

3. Lína langsokkur (Astrid Lindgren – Svíþjóð, 1945)

2. Ævintýri Lísu í Undralandi (Lewis Carroll – Bretland, 1865)

Besta bókin

Sú bók sem varð fyrir valinu sem besta barnabók allra tíma ber á íslensku titilinn Þar sem óhemjurnar eru (e. Where the Wild Things Are). Hún er eftir bandaríska rithöfundinn og teiknarann Maurice Sendak og kom fyrst út 1963 en var ekki á þýdd á íslensku fyrr en 2020. Bókin segir frá hinum níu ára gamla Max sem er sendur í rúmið án þess að fá kvöldmat eftir að hafa látið ansi illa. Skiptir þá engum togum að svefnherbergið hans breytist í undraveröld sem er full af skrímslum.

Forsíða frumútgáfu bókarinnar.
Bókin í íslenskri útgáfu AM forlags

Í umfjöllun BBC segir m.a:

„Þar sem óhemjurnar eru er þörf áminning um hvað lætur börn og fólk almennt virkilega tifa: frelsi til að tjá sig, að leika sér, tengingar við náttúruna, fjölskyldan og auðvitað ástin. Þetta meistaraverk er kannski aðeins nokkur hundruð orða langt en fangar kjarna mannlegrar tilveru; að þegar allt kemur til alls, þegar við þurfum hvíld frá ævintýrum okkar, þráum við öll að komast heim þar sem einhver elskar okkur mest.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ný sjaldséð mynd af Gisele Bündchen og öllum fimm systrum hennar

Ný sjaldséð mynd af Gisele Bündchen og öllum fimm systrum hennar
Fókus
Í gær

Nýttu sér þjófnað á úlpu til að komast inn á Bankastræti Club

Nýttu sér þjófnað á úlpu til að komast inn á Bankastræti Club
Fókus
Í gær

Segir veröldina hafa farið á hvolf þegar hún komst að fjölskylduleyndarmálinu

Segir veröldina hafa farið á hvolf þegar hún komst að fjölskylduleyndarmálinu
Fókus
Í gær

Stórkostleg myndaveisla frá brúðkaupsdegi Kristínar og Stefáns

Stórkostleg myndaveisla frá brúðkaupsdegi Kristínar og Stefáns
Fókus
Fyrir 2 dögum

Framhjáhaldsskandallinn sem skók Hollywood – Nýja umdeilda stjörnuparið sást í fyrsta sinn saman

Framhjáhaldsskandallinn sem skók Hollywood – Nýja umdeilda stjörnuparið sást í fyrsta sinn saman
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kostnaðarsamar kröfur moldríkra ferðalanga – Hjákona, FengShui í rugli, tímabelti leiðrétt

Kostnaðarsamar kröfur moldríkra ferðalanga – Hjákona, FengShui í rugli, tímabelti leiðrétt