fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Blað brotið í 16 ára sögu Britain´s Got Talent – Sjáðu magnað atriði sem áhorfendur tárfelldu og trylltust yfir og fékk dómarana til að brjóta reglurnar

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 28. maí 2023 19:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að áhorfendur hafi tryllst af fögnuði eftir frammistöðu Musa Motha í áheyrnarprufu hans á laugardag í bresku sjónvarpsþáttunum Britain´s Got Talent. Sextánda þáttaröðin er í gangi og dómararnir fjórir hafa örlög þátttakenda á valdi sínu: að senda viðkomandi heim eða koma honum áfram í úrslit. Til að auka á spennuna hafa allir dómarar val um að nota tvisvar svokallaðan Gullhnapp (e. Golden Buzzer) og getur þannig hver dómari fyrir sig sent tvo keppendur áfram sem honum líst vel á, þrátt fyrir að hinir þrír telji keppandann ekki skilið að komast áfram.

Í lokaþætti áheyrnarprufanna steig Motha á svið og gjörsamlega tryllti salinn með frammistöðu sinni, margir tárfelldu og stóð að lokum allur salurinn upp og hrópaði „Gullhnappinn, gullhnappinn.“ Dómarnir bentu á að það væri ekki hægt, allir fjórir væru búnir að fullnýta þennan möguleika. Svo mikil voru lætin í áhorfendum að dómararnir komust ekki einu sinni að til að gefa Motha gagnrýni. Að lokum litu þeir fjórir hver á annan og án orða brutu þeir reglur þáttarins líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi, sem fær sannarlega hörðustu nagla til að tárfella. Motha er kominn áfram í þættinum og á það svo sannarlega skilið.

„Ég hef aldrei heyrt þvílík og önnur eins viðbrögð á ævi minni, takk fyrir,“ sagði Simon Cowell dómari þáttarins við Motha, en Cowell hefur lengi haft það orð á sér fyrir að vera harður í gagnrýni sinni.

En hver er maðurinn sem heillaði áhorfendur? Motha er 27 ára atvinnudansari sem er búsettur í London. Þegar hann var barn átti hann sér draum um að verða atvinnumaður í fótbolta, en þegar hann var 11 ára gamall greindist hann með beinkrabbamein. Til að bjarga lífi hans var hann aflimaður og vinstri fótur hans tekinn, sem batt enda á fótboltadraum Motha.

Þrátt fyrir þessa áskorun fann Motha ástríðu sína í tónlist og dansi og byrjaði hann að dansa götudans (e. Street Dancing) árið 2010. Hann hefur unnið til verðlauna og dansað í tónlistarmyndböndum. Árið 2018 gekk Motha til liðs við danshópinn Vuyani Dance Theatre í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Þar gerðist hann atvinnudansari eftir að hafa lært nútímadans, afró-fusion, stepdans og ballet.

Brást Motha í grát eftir að ljóst var að hann var kominn áfram í þættinum og þakkaði hann áhorfendum kærlega fyrir og sagðist trúa því að hið ómögulega gæti gerst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Í gær

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki