fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fókus

Bandarískur verðlaunablaðamaður fullyrðir að Þorvaldur Bjarni hafi bjargað lífi sínu

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 28. maí 2023 12:38

Þorvaldur Bjarni og Richard Stellar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mitt eigið bjargræði í gegnum tónlist kom frá íslenskum tónlistarmanni og tónskáldi. Hann bjargaði lífi mínu með list sinni,“ segir bandaríski verðlaunablaðamaðurinn Richard Stellar í grein sinni í nýjasta tölublaði hollenska tónlistartímaritsins Gonzo.

Tónlistarmaðurinn og tónskáldið sem Stellar skrifar um af mikilli virðingu, hlýju og þakklæti er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar. Mynd af Þorvaldi prýðir forsíðu blaðsins og umfjöllun um hann, feril hans og tónleika fyllir 12 blaðsíður þess.

Stellar var búinn með 12 vikur af sex mánaða aggressívri krabbameinslyfjameðferð þegar hann taldi daga sína talda. Segist hann hafa legið í rúminu búinn á því á sál og líkama í erfiðri meðferð og snúið sér að konu sinni, kysst hana góða nótt og sagst ekki vera viss um að hann myndi lifa nóttina af. Daginn eftir vaknaði hann þó og hans fyrsta verk var að opna tölvuna og þann dag uppgötvaði hann tónlist Þorvaldar Bjarna sem Stellar segir ásamt læknateymi sínu eiga þátt í því að hann er krabbameinslaus í dag. 

Stellar var að skoða myndbönd á YouTube og rakst þar á Awaken – Jon Andersen  Todmobile 2013. 

„Ég gat ekki tekið augun af Anderson og gítarleikaranum á vinstri hönd hans, en tjáning hans náði að fanga gleðina sem braust út innra með mér. Þegar síðasta hljómnum lauk þá benti Anderson til himins og faðmaði gítarleikarann. Sem var Tod,“ segir Stellar og segist þakka fyrir að Þorvaldur sé kallaður Tod meðal erlendra vina hans, því það sé aðeins á færi landa hans að bera nafn hans rétt fram.

YouTube spilarinn hélt síðan áfram í næsta lag, sem var lag Genesis, Supper´s Ready, sama svið á Íslandi, Tod, sama hljómsveit og kór.  Segist Stellar hafa verið töfraður af tónlistinni og í grein hans fer hann yfir tónleikana og frammistöðu Þorvaldar Bjarna og annarra listamanna. 


„Ég ræddi við krabbameinslækninn minn um hversu mikið tónlist Tod hefði hreyft við mér og hvernig hún kom mér út úr dofanum vegna krabbameinslyfjanna. Læknirinn kinkaði skilningsríkur kolli og sagði mér að tónlist væri velkomin hvíld frá öllu atinu sem krabbameinssjúklingar standa í.“

„Var tónlistin að bjarga lífi mínu, eða í það minnsta að auka getu mína til að takast á við sjúkdóminn og ná heilsu? Svo virtist vera og ég sóttist eftir að læra meira um þennan hæfileikaríka og um leið auðmjúka mann sem mundar gítarinn líkt og hamar Þórs.“

Ferillinn langur og góður

Stellar fer yfir feril Þorvaldar Bjarna og segir hann hafa samið sitt fyrsta lag aðeins 11 ára, lag sem rataði í kvikmyndina Abbababb! í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur. Fer hann yfir feril Þorvaldar Bjarna í Todmobile, framlag hans í Eurovision árið 1999, All Out Of Luck sem hann samdi ásamt Sveinbirni I. Baldvinssyni og Selmu Björnsdóttur, sem enn er besti árangur okkar þar (ásamt lagi Jóhönnu Guðrúnar áratug síðar) og barnasöngleikinn Ávaxtakarfan sem Þorvaldur Bjarni samdi eftir bók Kristlaugar Sigurðardóttur. 

Stellar vísar í niðurlagi greinarinnar til orða tónlistarmannsins Midge Ure: „Hvernig getur svona strjálbýlt land gefið af sér svona marga tónlistarmenn af þessari stærðargráðu?

Segir Stellar að Ísland hafi lengi dregið til sín ferðamenn alls staðar að úr heiminum vegna einstaks landslags og íbúa landsins sem taki vel á móti ferðamönnum. Listamenn á borð við Björk og Sigur Rós hafi tengt aðdáendur við landið. 

Tod tengir Ísland við Ísland. Hof er fullt af áhorfendum sem gefa SinfoniaNord og uppfærslum hennar standandi lófaklapp. Heimsþekktir listamenn eins og Midge Ure, Steve Hackett og Jon Andersen koma til Íslands af ástæðum sem eru séríslenskar: fagmennska og sköpunargáfa innlendra listamanna, fegurð tónlistarstaða og þakklæti áhorfenda, allt undir vökulum augum tónlistarmanns sem heimurinn ætti allur að þekkja.

Og heimurinn mun þekkja.

Stellar deilir grein sinni á Facebook-síðu sinni með orðunum: „Ísland gæti orðið hin nýja Liverpool. Hann [Þorvaldur Bjarni] er umkringdur og studdur af ótrúlegu hæfileikafólki. Þeim er öllum ætlað að verða heimsstjörnur á heimsmælikvarða og eru nú þegar þekkt nöfn í heimalandi sínu. Mundu hvar þú last um þá fyrst.

Blaðið má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Kamala Harris í vanda

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tjáir sig um sambandið við einn vinsælasta leikara samtímans

Tjáir sig um sambandið við einn vinsælasta leikara samtímans
Fókus
Í gær

Sást í faðmlögum og skutli með fyrrverandi Jennifer

Sást í faðmlögum og skutli með fyrrverandi Jennifer
Fókus
Í gær

Áhyggjur aðdáenda ná nýjum hæðum – Dansaði ákaft með hnífa

Áhyggjur aðdáenda ná nýjum hæðum – Dansaði ákaft með hnífa
Fókus
Í gær

Dóttir Ásu og Andrésar fædd

Dóttir Ásu og Andrésar fædd
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um skilnaðinn við Brad Pitt – „Við börnin þurftum öll að græða sárin“

Opnar sig um skilnaðinn við Brad Pitt – „Við börnin þurftum öll að græða sárin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aniston tekur jakkafatalookið á næsta stig – Sjáðu myndirnar

Aniston tekur jakkafatalookið á næsta stig – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný sjaldséð mynd af Gisele Bündchen og öllum fimm systrum hennar

Ný sjaldséð mynd af Gisele Bündchen og öllum fimm systrum hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýttu sér þjófnað á úlpu til að komast inn á Bankastræti Club

Nýttu sér þjófnað á úlpu til að komast inn á Bankastræti Club