fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fókus

Sara var á tímabili föst í hlutverki fórnarlambs – Var veik af bæði alkahólisma og átröskun í mörg ár

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 9. apríl 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Pálsdóttir er lögfræðingur, dáleiðari, heilari, tveggja barna móðir, fyrirlesari og margt fleira. Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman.

Sara ólst upp í Árbæ og síðar Grafarvogi, framan af var hún rólegt barn sem lítið fór fyrir en það varð mikill vendipunktur í hennar lífi þegar foreldrar hennar skildu, hún þá tólf ára. Unglingsárin urðu því öðruvísi segir hún.

Varð strax mjög alkahólísk

„Ég fór í uppreisn, þar hófst eiginlega mín alkahólíska hegðun. Ég fór að fara á sjoppufyllerí og vera mikið úti um helgar.“

Sara talar um að hún hafi strax orðið mjög alkahólísk og farið mikið í blackout þar sem hún mundi ekkert en hún var veik af bæði alkahólisma og átröskun í mörg ár.

„Þessir sjúkdómar geta grasserað af sömu eða svipuðum rótum ef maður vinnur ekki í þeim. Ég var á tímabili föst í hlutverki fórnarlambs þar sem mér fannst hræðilegt að vera bæði alkahólisti og með geðsjúkdóm og fannst það hræðileg örlög,“ segir hún og bætir við að í dag sé hún þakklát fyrir þessa reynslu og hlær.

Rak eigin lögfræðistofu sárþjáð

Sara þjáðist af krónískum verkjum, þreytu og vanlíðan í langan tíma, hún átti og rak eigin lögfræðistofu sem gekk vel en það stefndi í að hún þyrfti að hætta að vinna sökum veikinda.

„Ég ákvað að leita þá aftur í AA prógrammið og sjá hvað ég hefði ekki nýtt mér og fann þar hugleiðslu og bæn. Ég fór að hugleiða, fyrst bara fimm mínútur á dag og það var byrjunin á því sem ég geri í dag.“

Sara hefur menntað sig á þessu sviði undanfarin ár og fékk ákveðna köllun, eins og hún orðar það, sem hún lifir eftir í dag.

„Ég segi ekkert sem ég vil ekki að sé satt og segi það sem ég vil að gerist.“

Sara er með þessu að breyta hugsunum sínum og þannig hegðun og líðan.

Mikið rugl í gangi

Aðspurð hvort það sé ekki erfitt að halda í jákvæðnina þegar hún vinnur mál sem lögfræðingur gegn barnavernd segir hún:

„Jú, það var sérstaklega erfitt fyrst, ég þekkti kerfið ekkert og það kom mér svo á óvart hversu mikið rugl var í gangi. Í dag hefur þetta ekki þessi áhrif, ég tek öðruvísi á því.“

Hún segir okkur frá hrottalegu ofbeldi, mannréttindabrotum, lögbrotum og öðru sem barnavernd beitir hennar skjólstæðinga.

Sara verður reið þegar hún nefnir nokkur dæmi þess þegar dómstólar hafa horft framhjá augljósum mannréttindabrotum gegn börnum og foreldrum á Íslandi en hvergi fást svör.

Þegar ákveðnar barnaverndir eða starfsmenn fremja lögbrot sem varðar hegningarlög en lögreglan gerir ekkert, fara gegn lögum og reglugerðum sem fordæmi eru fyrir en hún segist ekki ætla að hætta að tala um þessi mál, þrátt fyrir að margir hafi reynt að þagga niður í henni.

Það má hlusta á viðtalið við Söru Pálsdóttur í heild sinni í hlaðvarpinu Sterk saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum