fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Að baki brosinu – Hvað vitum við um eiginkonu einræðisherra Norður-Kóreu, Ri Sol-ju?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 24. mars 2023 22:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli árið 2012 að ákaflega falleg ung kona fór að sjást oftar og oftar við hlið Kim Jon-Un, einræðisherra í Norður-Kóreu. Fljótlega gáfu áróðursmeistarar landsins út yfirlýsingum um að hún hét Ri Sol-ju og væri eiginkona einvaldsins Kim Jong-un.

Sem þótti merkilegt því fyrri einræðisherra, faðir og afi Kim Jong-un, komu aldrei opinberlega fram ásamt eiginkonum sínum og voru þær vandlega faldar. 

William og Kate Asíu?

Hverfur reglulega

Sagt er að með því að flagga fallegri eiginkonu sé Kim Jong-un að gera sig nútímalegri og jafnvel mýkri og það hefur verið pískrað um að hann dreymi um að þau hjónin verði eins konar svar Norður-Kóreu við Vilhjálmi Bretaprins og Katrínu prinsessu, konu hans. 

Þau hjónakornin hafa nú verið gift í ríflega áratug og munu eiga þrjú börn saman. Hún sést oft með leiðtoganum, hverfur svo svo mánuðum skiptir, og er svo mætt aftur við hlið manns síns, klædd merkjavöru til toppi til táar í landi þar sem fæstir eiga til hnífs og skeiðar. 

Þessi hringur hefur endurtekið sig nokkrum sinnum í hjónabandi þeirra og stundumh efur Ri Sol-ju horfið það lengi að óttast hefur verið um afdrif hennar. 

Vitað er að hún var söngkona

Hver er hún?

En hver er Ri Sol-ju? Hvar er vitað um hana? 

Það litla sem er vitað kemur einna helst frá flóttamönnum frá Norður-Kóreu, þeim er voru ofarlega í valdastiganum, upplýsingum sem hefur verið smyglað frá landinu, auk þess sem vitað er þær kröfur sem gerðar ertu til eiginkvenna valdamanna, svo ekki sé minnst á þann þéttvaxna á toppnum. 

Því þrátt fyrir opinbera, ,,sósíalíska” stefnu um jafnræði kynjanna fer í raun lítið fyrir því í karlaveldinu Norður-Kóreu. 

Ein af fyrstu myndunum sem náðist af Ri Sol-ju

Í það fyrsta heitir hún ekki Ri Sol-ju, nafni hennar var breytt þegar einræðisherrann fékk áhuga á henni en lítið hefur gengið að finna út fæðingarnafn hennar.

Hún var söngkona í kvennabandi (kvennabönd Norður Kóreu er engar Spice Girls né K-pop bönd, svo vægt sé til orða tekið) áður en til hjónabandsins kom.

En meðsöngkonur hennar munu vera horfnar af yfirborði jarðar og sagt er að þær hafi verið látnar hverfa til að bursta yfir söngferilinn, sem ku ekki vera alveg nóg smart fyrir eiginkonu einræðisherrans, og væntanlega móður næsta einræðisherra. 

Var valin að sér forspurðri

Hún hafði ekkert um hjónabandið að segja, hún fékk ekki bónorð. Hún fékk skipun og enginn segir nei við einræðisherrann.

Hún varð að slíta sambandi við alla vini og það sem meira er, hún má ekki hafa samband við fjölskyldu sína. Aldrei.

Fortíð hennar var þurrkuð út á einu bretti.

Það er nú samt ekki eins hún þurfi að skammast sín fyrir ætternið því foreldrar hennar eru flokksbundin og móðir hennar kvensjúkdómalæknir og faðir hennar prófessor. 

Hún var ,,endurhönnuð”, ákvarðanir um klæðnað, hárgreiðslu og förðun voru teknar að henni forspurðri.

Hún má aldrei koma fram né sjást án eiginmanns síns né yfirgefa þann glæsibústað sem þau dvelja í þá stundina.

Sem er afar ólíkt forsetafrúm annarra landa sem eru oft áberandi í góðgerðastarfi, og þá án eiginmanna sinna.

Hún hefur aldrei, og mun aldrei, halda tölu opinberlega.

Eiginkonan má aldrei koma fram ein, gjörólíkt manni hennar.

Bann á bönn ofan

Hún var falin meðan hún var ófrísk og krafin um sveinbarn. Einvaldurinn mun hafa verið pirraður þegar að fyrstu tvö börnin voru stúlkur en orðið öllu hressari þegar það þriðja var drengur.

Ru Sol-ju má aldrei gagnrýna mann sinn, verður að biðja leyfis að fá áheyrn og ekki undir nokkrum kringumstæðum sýna neikvæðni né nefna að hún sé ósammála manni sínum.

Hvað þá að nefna allar hjákonur hans.

Fjölmiðlar, eða hinir þrír ríkisreknu fjölmiðiar landsins, eitt dagblað, ein sjónvarpsstöð og ein útvarpsstöð, mega aldrei fjalla um hana og það er dauðasök að taka ljósmynd af henni án leyfis. 

Hvað er að baki brosinu?

Eftir því sem líður á árin hafa Dior dragtirnar vikið fyrir mun íhaldssamari og litlausari klæðnaði en hárgreiðslan er ávallt sú sama.

Kim Jong-un er reyndar sérstakur áhugamaður um hár og afar stoltur af sínu eigin. 

Ri Sol-ju má sig ekki hreyfa nema með leyfi. Hún má ekki ferðast um landi, hvað þá fara út úr landinu nema í fylgd eiginmanns síns. 

Sagt er að foreldrar hennar hafi verið það vel liðin í Flokknum að það hafi liðkað fyrir að hún kæmist í utanlandsferðir, sem er fágætt í Norður-Kóreu, áður en einvaldurinn valdi hana sér til konu.

Hún hafi meira að dvalið í nokkra mánuði í Kína við nám. 

Samt sem áður býr Ri Sol-ju við lúxus sem enginn venjulegur Norður-Kórubúi getur látið sig dreyma um.

Og þar sem viðmið um lífsgæði eru gjörólík öllu því sem við þekkjum er Ri Sol-ju gæfusamansta kona landsins.

Hvað hún sjálf hugsar aftur á móti? Hvað er að baki brosinu? Það væri verulega áhugavert að vita. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“
Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndina: Katrín gerði það sama og Davíð – Er þetta gert að ráðum almannatengla?

Sjáðu myndina: Katrín gerði það sama og Davíð – Er þetta gert að ráðum almannatengla?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart
Fókus
Fyrir 3 dögum

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar fljúga snemma úr hreiðrinu – Goðsögnin um ítölsku mömmustrákana er sönn

Íslendingar fljúga snemma úr hreiðrinu – Goðsögnin um ítölsku mömmustrákana er sönn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“