fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fókus

Elizabeth Holmes fæðir annað barn sitt – Biðst undan fangelsisvist

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 1. mars 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elizabeth Holmes, stofnandi og eigandi Theranos, fæddi nýverið annað barn sitt og hefur óskað eftir að dómari sleppi henni við fangelsisvist meðan máli hennar er áfrýjað.

Holmes var dæmd til 11 ára fangelsisvistar fyrir svik eftir að hafa ranglega haldið því fram að tækni sem fyrirtæki hennar hannaði gæti keyrt læknispróf einstaklings með aðeins einum blóðdropa. Hundruðir slíkra prófa voru keyrð í gegnum fyrirtækið.

Sjá einnig: Ris og fall Elizabeth Holmes – Kennslubók í algjörri siðblindu

Lögmenn Holmes segja ekki hættu á að hún flýi land gangi hún laus á meðan dómnum er áfrýjað, en hún á að hefja afplánun 27. Apríl.

Sögu Holmes og Theranos var gerð skil í stuttþáttaröð HBO og Hulu,  The Dropout, þar sem Amanda Seyfried lék Holmes.

„Fröken Holmes hefur djúp tengsl við samfélagið. Hún er móðir tveggja mjög ungra barnn, hún á í nánum tengslum við fjölskyldu og vini, sem margir hverjir skrifuðu bréf sem lögð voru fram við málaferlin og sögðu frá hversu góður borgari hún er og hún er í sjálfboðavinnu hjá stofnun sem sinnir ráðgjöf til þolenda nauðgana,“ segir í beiðni lögfræðinga Holmes.

Frumburðurinn fæddur fyrir réttarhöld

Óljóst er þó samkvæmt frétt CBS News hvenær Holmes átti barnið. Hún og barnsfaðir hennar, Billy Evans, eignuðust fyrsta barn þeirra, soninn William Holmes Evans, áður en réttarhöld yfir Holmes hófust 10. júlí 2021 í Redwood City, Kaliforníu.

Holmes kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2014 sem stofnandi og forstjóri Theranos, sem blekkti fjárfesta um stórar fjárhæðir með því að halda því ranglega fram að tæknin sem Theranos bjó yfir gæti keyrt hundruð læknisfræðilegra prófa með örfáum dropum af blóði.

Holmes var ákærð í 11 liðum fyrir svik samkvæmt kröfum sem lagðar voru fram af fjárfestum og sjúklingum. Kviðdómur fann Holmes seka um fjögur ákæruatriði.

Holmes var talin saklaus af fjórum ákæruliðum, en kviðdómur hefur ekki skilað niðurstöðu hvað varðar þrjá ákæruliði.

Blaðamaður afhjúpaði svikin

Svik Holmes voru afhjúpuð árið 2015, þegar John Carreyrou, blaðamaður Wall Street Journal, greindi frá því að vélin sem Holmes væri að selja, sem kölluð var The Edison, virkaði í raun ekki og að fyrirtækið notaði utanaðkomandi tækni til að falsa jákvæðar niðurstöður úr prófunum. Alríkisyfirvöld rannsökuðu Holmes í kjölfarið og ákærðu hana árið 2018.

Verjendur Holmes lögðu allt kapp á að sýna fram á að Holmes væri barnaleg og hefði ekki haft í hyggju að svíkja fjárfesta. Holmes bar vitni og sagði dómgreind sína hafi verið skerta á þessum tíma vegna meintrar kynferðislegrar og andlegrar misnotkunar sem hún varð fyrir í sambandi sínu við fyrrverandi framkvæmdastjóra Theranos, Ramesh Sunny Balwani, fyrrverandi kærasta hennar og meðákærða. 

Balwani var sakfelldur fyrir 12 svik í júlí í fyrra. Saksóknarar hafa sagt að hann fái dóm eftir að Holmes verður dæmd.

Saksóknarar hafa hins vegar haldið því fram að Holmes hafi vitað nákvæmlega hvað hún var að gera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum