fbpx
Laugardagur 25.mars 2023
Fókus

Ris og fall Elizabeth Holmes – Kennslubók í algjörri siðblindu

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 5. febrúar 2023 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elizabeth Holmes fæddist árið 1984, og aðeins mánuði síðar leit fyrsta Macintosh tölvan augum – spennandi tímar. Og sé til seinni tima litið, einkar kaldhæðnislegt.

Foreldrar hennar dáðu hana og töldu hana hæfileikaríkari, greindari og merkilegri en önnur börn. Bæði voru þau í góðum stöðum hjá hinu opinbera, móðir hennar hjá bandaríska þinginu og faðir hennar í innanríkisráðuneytinu.

Hann var framarlega í mannréttindabaráttu og leit Elizabeth upp til hans sem hugsjónamanns. Og leit á sjálfa sig einnig sem slíka.

Foreldrar Elizabeth ólu hana upp í þeirri trú að hún væri snillingur.

Ætlaði alltaf að verða milljarðamæringur

Hún skrifaði bréf til pabba síns níu ára gömul þar sem hún sagðist ætla að finna eitthvað upp sem breytti heiminum og las það reglulega upp í viðtölum síðar meir.

Ekki ósvipaði Meghan Markle, sem svo að segja endalaust segir frá bréfi sem hún skrifaði 11 ára til að mótmæla kynjamisrétti í auglýsingum á uppþvottalegi. 

Á svipum tíma spurði ættingi hana hvað hún vildi verða þegar hún yrði stór og sagðist Elizabeth ætla að verða milljarðamæringur, Frænkan spurði hvort hún vildi ekki frekar verða forseti

En Elizabeth sagði nei, forsetinn ætti eftir að ganga á eftir henni því hún væri mun ríkari. 

Holmes fjölskyldan var í efri millistétt bandarísks samfélags en þó hvergi nærri því áður hafði verið.

Langalangalangafi hennar hafði stofnað viðskiptaveldi og á tímabili átti ættin meðal annars yfir 50 herbergja höll og einkaeyju í Karíbahafinu. 

En auðurinn hafði skroppið saman með árunum. 

Faðir hennar ræddi oft gullöld Holmes ættarinnar og það lá í loftinu að Elizabeth myndi koma koma ættinni aftur á sinn réttmæta stað. 

Elizabeth áður en um umbreyttist í Steve Jobs.

 

 

 

 

 

Fjölskyldan flutti til Houston í Texas þegar Elizabeth þegar hún var táningur. Hún var í fínustu einkaskólunum, æfði hlaup og segja skólafélagar hana hafa verið mikla keppnismanneskju. Elizabet Holmes þoldi ekki að tapa en hún var ekki góður hlaupari og alltaf síðust.

En hún gafst aldrei upp.

Hún fékk foreldra sína til ráða einkakennara í mandarísku þegar hún var í menntaskóla og í árbók útskriftarárgangsins segir hún markmið sitt að breyta heiminum. 

Byltingarkennd tækni

Elizabeth fór í efnaverkfræði í Stanford háskóla, í hjarta Silicon Valley og skóla sem margir frumkvöðlar í tækniheimunum höfðu sótt.

Það var engin tilviljun.

Hún var aðeins nítján nára þegar hún hóf að kynna hugmynd sína. Að unnt væri að nota aðeins einn blóðdropa til leitar að svo að segja öllu sjúkdómum.. 

Leyndardómurinn lægi í byltingarkenndri tækni, tæki sem hún væri með í þróun. 

Slíkt hafði aldrei heyrst áðu og flestir innan háskólasamfélagsins vísuðu hugmyndinni á bug.

Þó ekki deildarforseti verkfræðideildarinnar, Channing Robertson, sem kynnti hana fyrir háttsettum og valdamiklum vinum sem næsta Bethoween, snilling sem aðeins kæmi fram einu sinnu á öld. 

Elizabeth hætti í Stanford á sínu fyrsta ári, aðeins 19 ára gömul og stofnaði fyrirtækið Theranos.

Og þá hófst hin mikla umbreyting Elizabeth Holmes. 

Þjálfunin

Hún kynnti sér sögu, siði, klæðaburð, talanda og jafnvel mataræði allra stærstu tæknirisanna í öreindir. 

Aðeins ári eftir stofnun Theranos hafði Elizabeth aflað sex milljóna dollara, aðeins tvítug að aldrei og árið 2010 var talan komin upp í hundrað milljónir. 

Hún kom því sifellt að viðtölum að Marc Zuckenberg hefði einnig hætt í Stanford, svo og Bill Gates og Steve Jobs. 

Hún ræddi ítrekað um þá sem jafningja, sömu frumkvöðlana og hún væri. Snillinga sem hefðu framfarir heimsins á herðum sér. 

Þrátt fyrir að vera varla orðin tvítug vissi Elizabeth nákvæmlega hvert hún ætlaði og hvenig skyldi fara að því.

Sumir segja hana einhvern magnaðasta siðblindingja sögunnar. 

Jobs

Elizabeth vissi nákvæmlega hver fyrirmyndin skildi vera. 

Hún var með Steve Jobs á heilanum. mann sem margir vilja einnig meina að hafi einnig verið siðblindur. En ólíkt Elizabeth var Jobs í raun og sann snillingur.

Elizabeth Holmes var aðeins afar, afar góður svikahrappur.

Hún hóf að klæða sig eins og Jobs, í hans einkennandi svörtu rúllukragapeysu, breytti rödd sinn og lækkaði tónhæð, hermdi nákvæmlega eftir talanda Jobs svo og handahreyfingum og framkomu á sviði. 

Líkt og Jobs tileinkaði hún sér ákveðna lykilfrasa og smám sama soguðust að henni öflugir fjárfestar. 

Og með því fyrsta sem Elisabeth gerði við hið nýfengna fjármagn var að ráða til sín fjölda fyrrverandi starfsmanna Steve Jobs í svo að segja manískri ákveðni að móta sig í hans mynd. 

Hún réð meira að segja stílista Jobs til starfa svo og útlitshönnuði Jobs frá Apple til að gera kraftaverkatækið eins líkt vörum Apple og mögulegt var. 

Hún gætti þess að láta mynda sig á sama kaffihúsi og bæði Jobs og Marc Zuckenberg voru þekktir fyrir að vera elskir að. 

Súperstjarna

Elizabeth Holmes varð smám saman súperstjarna, hið nýja undrabarn Silcon Valley, konan sem var að bylta heilbrigðisgeiranum til frambúðar. 

Það makalausa er að milljarðamæringar duttu hver um annan til að fjárfesta í fyrirtæki sem í raun var svik og prettir frá upphafi til enda. 

Árið 2014 var Elizbeth, og Theranos, metið á 4,5 milljarða dollara og með 800 starfsmenn, sem margir hverjir vissu ekkert hvað þeir áttu að gera í vinnunni. 

Henni tókst að fá menn á við Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra, í stjórn fyrirtækisins. 

Elizabeth var meira að segja með TedTalk fyrirlestur. Og minnti verulega á Steve Jobs.

 

 

 

 

Það er ótrúlegt hversu lengi Elizabeth tókst að halda þeirri lygi á lofti að tækið undraverða væri til. Fjáfestar fengu að sjá myndi en í mörg ár tókst Elizabeth á makalausan hátt að koma í veg fyrir hlutlausar rannsóknir, eins og eðlilegt má telja þegar fólk leggur slíkar upphæðir undir. 

Að allir þessi milljarðamæringar, og meira að segja bandaríski herinn  mokaði stórfé í fyrirtæki án þess í raun nokkurn tíma að sjá eða eða skoða græjuna.

Hélt lyginni á lofti

Hún laug um svo að segja allt, til að mynda hvaða rannsóknir hefðu verið gerðar og hvaða viðurkenningar tækið hefði hlotið. Öll skjöl voru fölsuð. 

En að því kom að sífellt fleiri fyllutst grunsemdum.

Elizabeth var enn jafn sannfærandi en ekkert bólaði á tækinu. Fleiri og fleiri starfsmenn og fjárfestar stigu fram með grunsemdir og fljótlega kom í ljós að allt dæmið ein svikamylla frá upphafi til enda. 

Árið 2018 var hafin rannsókn á Elizabeth Holmes sem lauk með því að hún var dæmd í 11 ára fangelsi í fyrra fyrir fjársvik. Þrátt fyrir teymi tólf einhverra launahæstu lögfræðinga Bandaríkjanna.

Margir fjárfestanna eru sauðslegir í dag og vilja lítið ræða samskipti sín við undarabarnið Elizabeth Holmes. 

Um er að ræða einstaklinga sem eru þrautreyndir í viðskiptum en samt féllu allir fyrir Elizbeth, ekki síst vegna sjálfsöryggis hennar, talanda og fullvissu um eigið ágæti.

Elizabeth gjörbreytti útliti sínu og framkomu við réttarhöldin. Sleppti rúllukragaepeysunni og talað í sinni eðlilegu tónhæð.

Heillandi dæmi um siðblindu

Það er er engin vafi á því að Elizabeth Holmes er heillandi einstaklingur á sinn hátt og einstakt dæmi um hvernig má blekkja fólk með réttu útliti, orðræðu og hegðan.  

Og það er enginn vafi á því að sú ákvörðun hennar að kópera  Steve Jobs, svo að segja algjörlega, var eitt af lykilatriðunum. Einng telja margir að hún hafi, ekki síst vegna uupeldis síns, trúað eigin lygum – að hún væri undravert hæfileikarík. 

Snjöll hugmynd hennar skapaði henni gríðarlegan auð.

Það er ástæða fyrir því að margir vilja segja sögu Elizabeth Holmes kennslubók í siðblindu, enda verður hún vafalaust rannsóknarefni til fjölda ára. 

Sjá einnig: Elizabeth Holmes fæðir annað barn sitt – Biðst undan fangelsisvist

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þakti heimili sitt með eigin kroti

Þakti heimili sitt með eigin kroti
Fókus
Í gær

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mugison í frasaleit – Fjölmargir komu til bjargar

Mugison í frasaleit – Fjölmargir komu til bjargar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingvar færði Píeta gjöf við opnun einkasýningar sinnar

Ingvar færði Píeta gjöf við opnun einkasýningar sinnar
FókusMatur
Fyrir 3 dögum

Harissa chilli-maukið kynnt til leiks í eins árs afmæli Mabrúka

Harissa chilli-maukið kynnt til leiks í eins árs afmæli Mabrúka
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Kolféllum fyrir útsýninu hér“

„Kolféllum fyrir útsýninu hér“