fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Ellý spáir fyrir Katrínu Jakobs og örlögum ríkisstjórnarinnar – „Þetta verður rosalegt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 31. desember 2023 19:00

Katrín Jakobsdóttir og Ellý Ármanns.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spákonan og flugfreyjan Ellý Ármannsdóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún spáir fyrir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og örlögum ríkisstjórnarinnar.

video
play-sharp-fill

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Ellý Ármanns, ein eftirsóttasta spákona landsins, mætti með tarot-spilin í áramótaþátt Fókuss og spáði fyrir nokkrum þekktum einstaklingum, þar á meðal Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. En ekki nóg með það, þá spáði hún einnig fyrir framtíð ríkisstjórnarinnar.

Við spurðum: „Undanfarið hafa óvinsældir hennar aukist, hvernig mun hún höndla þetta mótlæti?“

„Hún höndlar þetta alveg. Hún er vel brynjuð og miklu sterkari en við höldum. Hún er með töluna tíu, hún heldur á rosalega mörgum verkefnum. Hún er með alltof mikið í fangi sér,“ segir Ellý og bætir við að Katrín þurfi fleiri aðstoðarmenn og fleira fólk með sér.

„Þegar þetta leysist allt saman með Ásgeir og það sem er í gangi hérna, mun hún hækka í vinsældum og hún veit að þetta er upp og niður.“

Ellý er þá að vísa í spá hennar fyrir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra. Lestu um það hér.

Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar.

Ellý segir Katrínu vera saklausa og ljúfa, en rosalega sterka. „Við þurfum þessa konu,“ segir hún.

„Þetta verður rosalegt“

En hvað með ríkisstjórnina? Við spurðum spákonuna: „Mun ríkisstjórnin lifa af næsta ár?“

„Nei, það eru einhverjar rosalegar hræringar, allt er öðruvísi en við höldum þegar við horfum fram á við. Þetta er ekki dauði en þetta er breyting. Það er að segja, eitthvað þarf að deyja, þetta er ekki mannslíf, höfum það á hreinu. Eitthvað þarf að hætta svo að annað getur byrjað,“ segir hún.

„Þetta verður rosalegt, eitthvað allt annað en við höldum. Það er ein kona sem er rosalega sterk, brjálæðislega greind og hún á eftir að breyta þessu landslagi í pólitíkinni. Ég held að það verði Kristrún Frostadóttir [formaður Samfylkingarinnar]. Hún á eftir að kalla fram breytingar, ég veit ekki hvernig hún mun fara að þessu en hún verður einhver lykilmanneskja í því að eitthvað breytist svo annað geti hafist.“

Horfðu á Ellý spá fyrir Katrínu og ríkisstjórninni í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af áramótaþætti Fókuss sem má horfa á í heild sinni hér.

Það er hægt að fylgjast með Ellý á Facebook og Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Í gær

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“
Hide picture