fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Vigdís fer yfir tíma sinn í Reykjavíkurdætrum – „Ég held að þetta sé fyrir sögubækurnar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 24. desember 2023 19:59

Vigdís Ósk Howser Harðardóttir. Mynd/Instagram @vigdis.howser

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn, áhrifavaldurinn og upprennandi leikstjórinn og handritshöfundurinn Vigdís Ósk Howser Harðardóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

„Svo var ég allt í einu orðin rappari“

Vigdís skaust fram á sjónarsviðið fyrir rúmlega áratug þegar hún gekk til liðs við Reykjarvíkurdætur. Hún sagði skilið við hljómsveitina árið 2016 og sneri sér að sólóferlinum. Hún kom fram undir listamannanafninu Fever Dream, gaf út tvær plötur og lifði á tónlistinni þegar hún var búsett í Berlín. Árið 2020 var hún á leið í tónleikaferðalag um Bandaríkin en þau plön fóru í vaskinn, eins og plön svo margra, vegna heimsfaraldursins. Ári síðar ákvað hún að taka sér pásu frá tónlistinni og skella sér í nám.

Vigdís kynntist meðlimum Reykjavíkurdætra þegar hún sigraði í ljóðaslammkeppni. „Þær buðu mér að koma og vera með og síðan vatt þetta rosa hratt upp á sig,“ segir hún.

„Þetta var mjög klikkað því mér hefði aldrei dottið í hug að ég myndi fara þangað. Ég var að vinna á þessum tíma í Vesturbæjarlaug og var að læra bókmenntafræði í Háskóla Íslands, og svo var ég allt í einu orðin rappari.“

Mynd/Reykjavíkurdætur

Rappsenan hefur breyst

Á þessum tíma voru Reykjavíkurdætur á allra vörum og virtust allir hafa skoðun á þeim og voru óhræddir við að viðra hana á opinberum vettvangi. Sumir aðilar innan bransans fóru hörðum orðum um þær og voru dæmi um hörð orðaskipti þeirra á milli á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum.

„Rappsenan þá var rosa mikið svona verið að slást, sem er mjög fyndið því mér finnst þetta ekki vera svona í dag,“ segir hún.

„Það var svona, við máttum ekki „vera með“, en við vorum samt að spila á sömu tónleikum og allir þessir gaurar […] Við komum alltaf inn sem útlagarnir en okkur var alveg sama og fannst bara gaman að fá að spila, og fá að spila á Airvawes og vorum í tímaritinu Rolling Stone, og allir voru að deyja yfir okkur úti. En það skiptir máli, að hafa gaman af þessu líka.“

Vigdís Howser er gestur vikunnar í Fókus.

Byrjuðu að snúast gegn hvor annarri

Aðspurð hvernig hún hafi tæklað að vera orðin skyndilega umdeild persóna segir Vigdís það hafa hjálpað að vera þegar með nokkuð þykkan skráp.

„Maður þurfti alveg að byggja sig upp, oft kom fólk upp að manni á djamminu eða í fjölskylduboðum. Þá var fólk alltaf að dæma mann. Manni þurfti að vera alveg sama. En maður fann líka styrkinn frá stelpunum, við vorum eins og systur og þurftum að hittast og setjast í hring og tala saman um þetta. Við vorum líka svo margar, átján eða nítján.“

Vigdís segir að hún myndi tækla þessar aðstæður – að vera í svona stórri rappsveit – allt öðruvísi í dag en hún gerði þá.

„[Ég myndi tækla þetta] með meiri yfirvegun. Það var ekki langt þar til maður byrjaði að snúast gegn öðrum stelpum innan hljómsveitarinnar því þetta fór í svo mikla ringulreið, það lá svo mikið á okkur. Bæði að vera svona margar í hljómsveit, það er ekki auðvelt, og líka erfitt að finna jafnvægið á milli þess að vilja setja sig alla í þetta en það voru ekki endilega allar þar, og þá þarf að finna jafnvægið þar á milli. Ég held ég myndi gera þetta öðruvísi í dag, með meiri yfirvegun. En ég veit ekki hvort það sé hægt, þetta er svo klikkað dæmi,“ segir hún og hlær.

„En ég held að þetta sé fyrir sögubækurnar og ég vona að eftir 40 til 50 ár að það verði talað um Reykjavíkurdætur.“

Vigdís segir nánar frá ævintýrinu og ástæðunni af hverju hún hafi ákveðið að hætta í hljómsveitinni í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér.

Fylgstu með Vigdísi á Instagram og TikTok.

Hlusta á hlaðvarpið Kallaðu mig Howser.

Fever Dream á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Hide picture