fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2024
Fókus

Vala og Óskar Logi eru nýtt par

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 12. desember 2023 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valdís Eiríksdóttir útvarpskona á Bylgjunni og Óskar Logi Ágústsson söngvari og gítarleikari eru nýtt par. 

Óskar Logi og Vala
Mynd: Facebook

Vala hefur vakið athygli fyrir geislandi framkomu, jákvætt viðhorf og góða útvarpsrödd, en hún hefur meðal annars verið einn meðlima morgunþáttarins Bítið og stýrir óskalagaþættinum Með kærri kveðju. Vala hefur gefið út nokkrar plötur, sú nýjasta, Jólin okkar, kom út nú fyrir jólin. 

Óskar Logi stofnaði rokksveitina Vintage Caravan ásamt félaga sínum árið 2006 þegar þeir voru í grunnskóla á Álftanesi. Sveitin hefur notið feikna vinsælda hér á landi og erlendis, og þykir framkoma þeirra á sviði mikið sjónarspil og mögnuð upplifun. Sveitin hefur gefið út nokkrar plötur, þá síðustu Monuments árið 2021. Í síðustu viku lauk sveitin Evrópuferðalagi sínu með tónleikum í Iðnó, en sveitin hefur verið ötul við tónleikahald erlendis á árinu.

Fókus óskar þessum tónelsku turtildúfum til hamingju með ástina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru forsetaframbjóðendurnir að horfa á í sjónvarpinu…..þegar þeir hafa tíma

Þetta eru forsetaframbjóðendurnir að horfa á í sjónvarpinu…..þegar þeir hafa tíma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Af hverju þið eigið að finna neistann ykkar

Af hverju þið eigið að finna neistann ykkar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fríða datt í lukkupottinn í Góða hirðinum –  „Þetta er fundur ársins“

Fríða datt í lukkupottinn í Góða hirðinum –  „Þetta er fundur ársins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Raunverulegri fjarfundir með gervigreind og þrívídd

Raunverulegri fjarfundir með gervigreind og þrívídd