fbpx
Þriðjudagur 13.janúar 2026
Fókus

Huppuís á Selfossi er tíu ára

Fókus
Föstudaginn 1. desember 2023 09:50

1. Hjónin Telma Österby markaðsstjóri og Gunnar Már framkvæmdastjóri Huppuíss.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísfélagið Huppa, sem stofnað var á Selfossi árið 2013 af hjónunum Gunnari Má Þráinssyni, Telmu Österby Finnsdóttur, Eygló Rún Karlsdóttur og Sverri Rúnarssyni, fagnar um þessar mundir tíu ára afmæli. Allt frá stofnun hefur fyrirtækið opnað að meðaltali eina ísbúð á ári, aðallega á höfuðborgarsvæðinu en einnig í Borgarnesi og Reykjanesbæ og á næstu dögum tekur sú tíunda til starfa í Búðakór í Kópavogi.

Þótt fyrirtækið hafi stækkað hratt hafa eigendur þess gætt vel að því að halda rekstrinum að hætti fjölskyldufyrirtækis. Á árinu 2021 gekk nýr hluthafi til liðs við Huppu, Kolka; félag í eigu Nathan og Olsen sem á ríkan þátt í aukinni velgengni Huppu ásamt Emmessís, sem hrært hefur Huppuísinn frá upphafi.

Huppugaman fram undan

Í tilefni afmælisáfangans kynnir Huppa á næstu dögum nýjar vörur sem ætlað er að gera hin margvíslegu tilefni bragðbetri og skemmtilegri með ýmsum tilboðum og nýjum bragðtegundum. Einnig hefur Huppa hefur tekið í notkun pöntunarkerfi á vefsíðu Huppu, isbudhuppu.is sem ætlað er að stytta biðraðir í ísbúðunum. Að sögn Telmu, markaðsstjóra Huppu, hefur nýja kerfið virkað vel og fengið góðar móttökur, einkum vegna þess hve vel hefur tekist til með tímastillingar á framleiðslu og afhendingu til viðskiptavina á umsömdum tíma.

Stolt af upprunanum

„Við erum auðvitað mjög stolt vegna velgengninnar síðastliðinn áratug og líka af upprunanum.  Við erum flest rótgrónir Selfyssingar, fædd og uppalin hér í einu mikilvægasta landbúnaðarhéraði landsins, þar sem eitt helsta mjólkurbúið, Mjólkurbú Flóamanna, tók til starfa í desember árið 1927, fyrir 96 árum. Við eigum sum hver foreldra sem unnu í mjólkurbúinu, nær allan sinn starfsaldur, þannig að það stendur okkur nær. Við erum að vinna með hágæðahráefni, mjólk, rjóma og smjör, og ætlum að halda áfram þessari vegferð sem við höfum verið á sem felst í miklum gæðakröfum og stöðugri vöruþróun,“ segir Telma Österby.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristín Þóra í ólíkum hlutverkum – „Ég bara get ekki valið á milli, bæði jafn skemmtilegt“

Kristín Þóra í ólíkum hlutverkum – „Ég bara get ekki valið á milli, bæði jafn skemmtilegt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gabríel Douane og bróðir hans semja tónlist saman á Hólmsheiði – „Ég á skilið að vera í fangelsi fyrir það sem ég hef gert“

Gabríel Douane og bróðir hans semja tónlist saman á Hólmsheiði – „Ég á skilið að vera í fangelsi fyrir það sem ég hef gert“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta verður nafnið á veitingastað Auðuns Blöndal

Þetta verður nafnið á veitingastað Auðuns Blöndal
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fer í mál við fyrrverandi eftir að hún tjáði sig um typpastærð hans

Fer í mál við fyrrverandi eftir að hún tjáði sig um typpastærð hans