fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fókus

Will Smith sagður hafa sofið hjá karlkyns meðleikara – „Duane stóð fyrir aftan hann og var að ganga frá honum“

Fókus
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 14:30

Duane Martin og Will Smith á góðri stund. Þeir eru sagðir hafa átt enn betri stundir Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum vinur og aðstoðarmaður Will Smith steig í vikunni fram í hlaðvarpsviðtali þar sem hann fullyrti að stórleikarinn hefði sofið hjá meðleikara sínum, Duane Martin. Aðstoðarmaðurinn, sem heitir Brother Bilaal, fullyrti í viðtalinu að hann hafi gengið inn á Smith og Martin í búningsherbergi þess síðarnefnda.

„Ég opnaði dyrnar að búningsherbergi Duane og sé þá að hann er að stunda endaþarmsmök við Will. Það var sófi þarna og Will beygði sig yfir hann. Duane stóð fyrir aftan hann og var að ganga frá honum, rústa honum,“ sagði Bilaal í viðtalinu sem fer sem eldur um sinu í erlendum slúðurmiðlum en það er í tilefni af nýrri bók aðstoðarmannsins um árin sín með stórstjörnunni.

Ljóst er að samband Smith og Bilaal hefur súrnað verulega en sá síðarnefndi fór háðulegum orðum um getnaðarlim leikarans og sagði hann á stærð við litla tá. Rétt er að geta þess að talsmaður Will Smith brást fljótt við og sendi yfirlýsingu á bandaríska miðilinn TMZ þar sem fullyrðingum Bilaal var vísað alfarið á bug.

Smith, 53 ára, og Martin, sem er 58 ára, eru miklir vinir sem hafa oft starfað saman og eiga það sameiginlegt að vera nýlega fráskildir. Martin var giftur leikkonunni Tisha Campbell frá árinu 1996 til 2020 en nýlega lauk hjónabandi Will Smith og Jada-Pinkett Smith opinberlega þó að greint hafi frá því að þau hafi skilið fyrir sjö árum síðan en haldið því leyndu.

Bilaal sagði í viðtalinu að hann hafi unnið á setti í Hollywood og haft það verkefni að fylgjast með Will og aðstoða hann. Hann hafi orðið vitni að áðurnefndu kynferðislegu samneyti leikaranna þegar hann var að leita að Smith því hann var orðinn of seinn í tökur. Hann sagðist hafa brugðið verulega þegar hann gekk inn á leikaranna og ekki getað annað en muldrað: „Oh, shit“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hinn kleptómaníski köttur Leónardó – Óður í nærföt nágrannanna

Hinn kleptómaníski köttur Leónardó – Óður í nærföt nágrannanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldar hóta verkfalli og ætla að stofna verkalýðsfélag – Hvernig myndi heimurinn lifa af án þeirra?

Áhrifavaldar hóta verkfalli og ætla að stofna verkalýðsfélag – Hvernig myndi heimurinn lifa af án þeirra?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir starfsfólk Ellen DeGeneres hafa „kippst við“ af ótta á tökustað

Segir starfsfólk Ellen DeGeneres hafa „kippst við“ af ótta á tökustað
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sláandi upplýsingar í nýrri bók – Drykkja Elísabetar drottningarmóður á meðgöngu hafði alvarlegar afleiðingar

Sláandi upplýsingar í nýrri bók – Drykkja Elísabetar drottningarmóður á meðgöngu hafði alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Illkvittna gælunafnið sem Gwyneth notaði fyrir Winonu afhjúpað

Illkvittna gælunafnið sem Gwyneth notaði fyrir Winonu afhjúpað