Shane, sem er 65 ára, er best þekktur fyrir að vera söngvari hljómsveitarinnar The Pogues en sveitin gaf út eitt vinsælasta jólalag síðari tíma, Fairytale of New York, árið 1988. Shane fæddist á Englandi en foreldrar hans voru Írar.
Eiginkona Shane, Victoria Mary Clarke, birti myndir af eiginmanni sínum á samfélagsmiðlinum X í gær þar sem hún bað fylgjendur um að hafa hann í bænum sínum.
The Pogues nutu mikilla vinsælda á níunda áratug síðustu aldar og hefur Shane spilað með þekktum tónlistarmönnum á borð við Nick Cave, Sinéad O‘Connor og Kirsty MacColl.
Shane greindist með sjúkdóminn seint á síðasta ári og hefur hann meira og minna verið á sjúkrahúsi síðan.