fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fókus

Íslensk kona seldi sig til að fjármagna neysluna – „Ég hefði selt ömmu mína“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona segir að ef hún hefði ekki komist í langtímameðferð væri hún líklegast dáin. Hún var langt leidd í fíkniefnaneyslu, heimilislaus og var að sprauta sig með ópíóíðum. Næsti skammtur var það eina sem hún gat hugsað um og hún var tilbúin að gera hvað sem er fyrir hann.

Konan segir sögu sína í nýjasta þætti af Lífið á biðlista. Gunnar Ingi Valgeirsson kom af stað samnefndu átaki fyrir stuttu og er þetta fjórða viðtalið í herferð hans gegn löngum biðlistum í meðferð og afvötnun.

Sjá einnig: Íslenskur karlmaður segist hafa verið byrjaður að skipuleggja morð – „Þá myndi ég vita hvar ég væri næstu árin“

Gunnar hefur stofnað Facebook-hópinn Lífið á biðlista – Reynslusögur, þar sem bæði fólk með fíknisjúkdóm og aðstandendur geta sagt sögu sína nafnlaust og reynslu þeirra af biðlistum.

„Ég gat ekki stoppað“

Konan segir að aðstæður hennar hafi verið hræðilegar áður en hún fór í meðferð. Hún var bæði að reykja oxy og sprauta sig með eiturlyfinu. Hún var heimilislaus og var tilbúin að gera hvað sem er fyrir næsta skammt.

Hún segir að langtímameðferð hafi bjargað lífi hennar en fyrir það hafði hún reynt nokkrum sinnum að fara í afvötnun á vogi.

„Ég hætti ekki. Ég gat ekki stoppað,“ segir hún.

„Allt siðferði mitt var horfið“

Til að fjármagna neysluna rændi hún fólkið í kringum sig. „Ég rændi rosa mikið. Ég rændi foreldra mína. Ég rændi alla fjölskyldu mína og ég seldi mig mjög mikið. Ég rændi líka dópsala. Allt siðferði mitt var horfið og ég var með svo mikla þráhyggju að ég gerði, í alvörunni, hvað sem er. Mér var alveg sama,“ segir hún.

Gunnar: „Geturðu lýst því fyrir mér hvað gerist innra með þér þegar þú fékkst þessa gífurlegu löngun til að fá þér?“

„Þetta er þráhyggja sem ég get ekki lýst í orðum. Þetta tók yfir líf mitt. Ég hefði í alvörunni selt ömmu mína fyrir dóp ef það hefði komið að því. Ég gerði eiginlega allt nema það. Ég kom rosalega illa fram við mig. Ég var þræll fyrir þessu, þetta er manneskja sem ég tengi ekkert við. Ég breytist í djöful þegar ég er í neyslu og það er ekkert sem stoppar mig. Það er þessi þráhyggja, ég hugsaði ekki um neitt annað alla daga. Þetta var algjör þjáning. Fráhvörfin líka, þau voru það hræðileg að ég þurfti að gera hvað sem er til að fá mér einu sinni í viðbót. Svo var þetta einu sinni í viðbót að tveimur árum úr viðbót.“

Þakklát fjölskyldu sinni

X segir að ef það hefði ekki verið fyrir fjölskyldu hennar þá væri hún líklegast dáin, hún hefði ekki lifað af níu mánaða biðlista hjá SÁÁ. Fjölskylda hennar hringdi daglega fyrir hana til að koma henni í meðferð en á þeim tíma var hún heimilislaus og átti ekki síma.

Biðlistarnir eru allt of langir að mati X og hún segir að það þurfi að grípa fólk þegar það er örvæntingarfullt og vill aðstoð, það verði það ekki endilega ennþá níu mánuðum seinna þegar það fær loksins pláss í meðferð.

Hlustaðu á allt viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“
Fókus
Í gær

„Ég samþykkti makaskipti – Nú vill eiginmaður minn skilnað“

„Ég samþykkti makaskipti – Nú vill eiginmaður minn skilnað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Bilað stuð um Versló og ekkert drama á Spáni

Vikan á Instagram – Bilað stuð um Versló og ekkert drama á Spáni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frá heimsmeti til hamfara: Saga hins tvítuga Youssef sem skemmtir stríðshrjáðum börnum á Gaza

Frá heimsmeti til hamfara: Saga hins tvítuga Youssef sem skemmtir stríðshrjáðum börnum á Gaza
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndbönd sýna slagviðrið á Þjóðhátíð og skúffaðir gestir láta Ellý Ármanns heyra það – „Þú laugst að okkur“

Myndbönd sýna slagviðrið á Þjóðhátíð og skúffaðir gestir láta Ellý Ármanns heyra það – „Þú laugst að okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fræga og ríka fólkið líklegra til að fá Lyme-sjúkdóminn?

Er fræga og ríka fólkið líklegra til að fá Lyme-sjúkdóminn?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti allt í hruninu en opnaðist í kjölfarið og fór að tala við Guð – „Ég hef alltaf verið skyggn. Ég bara vissi það ekki“

Missti allt í hruninu en opnaðist í kjölfarið og fór að tala við Guð – „Ég hef alltaf verið skyggn. Ég bara vissi það ekki“