Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld kl. 20 í Hannesarholti Grundarstíg 10. Kvöldið er það fyrsta af fjórum en á þeim koma höfundar höfundar Forlagsins og kynna bækur sínar fyrir gestum, spjalla um þær og lesa upp úr þeim.
Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft.
Bryddað verður upp á þeirri nýjung í ár að streyma beint frá Bókakonfektinu.
Eftirfarandi höfundar munu lesa upp í kvöld:
Hanna Óladóttir – Bakland
Njörður P. Njarðvík – Eina hverfula stund
Ófeigur Sigurðsson – Far heimur, far sæll
Sigrún Eldjárn – Fjaðrafok í mýrinni
Sigrún Pálsdóttir – Men
Sverrir Norland – Kletturinn
Vilborg Davíðsdóttir – Land næturinnar
Léttar veitingar verða í boði fyrir þá sem mæta á staðinn og bækur ofangreindra höfunda verða seldar á staðnum.
Næstu bókakonfekt fara fram næstu þrjú miðvikudagskvöld. Þau verða einnig í Hannesarholti við Grundarstíg og hefjast klukkan 20.