fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fókus

14 ár síðan Kardashian fjölskyldan kom fram í Dr. Phil – Manst þú eftir þessu?

Fókus
Sunnudaginn 29. október 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spjallþátturinn Dr. Phil fór fyrst í loftið 16. september 2002. Phil McGraw er maðurinn á bak við Dr. Phil og tók hann sín fyrstu skref í sjónvarpsiðnaðinum þegar hann kom fram í spjallþætti Opruh Winfrey. Dr. Phil þættirnir hafa notið mikilla vinsælda og hefur hann fengið til sín ótal marga skrautlega gesti en á meðal þeirra er Kardashian fjölskyldan.

Kim Kardashian, Kourtney Kardashian, Khloé Kardashian og Kris Jenner komu fram í þættinum árið 2009 til að ræða um stóra O.J. Simpson málið. O.J. Simpson var mjög frægur og í guðatölu í amerískum fótbolta. Hann spilaði lengi í NFL deildinni og var kallaður „The Juice.“

Árið 1995 voru réttarhöld yfir O.J.. Hann var kærður fyrir morðin á fyrrverandi eiginkonu sinni Nicole Brown og Ron Goldman. Réttarhöldin voru kölluð „réttarhöld aldarinnar“ vegna alþjóðlegu athyglinnar sem málið dró að sér. Þau voru sýnd í beinni og fylgdust um 100 milljón manns með þegar dómsorð var kveðið upp. O.J. var sýknaður.

Ástæðan fyrir aðild Kardashian fjölskyldunnar að málinu er að Nicole var besta vinkona Kris Jenner og O.J. var vinur Roberts Kardashian, föður Kim, Kourtney og Khloé. Robert var einnig hluti af lögfræðiteymi O.J. Þó svo að O.J. hafi verið sýknaður, var hann seinna dæmdur sekur í einkarétti.

Nicole Brown, O.J. Simspon, Kris Jenner og Robert Kardashian.

Kris og Robert voru þá sitt hvorum megin í málinu en Kris var viss um að O.J. hafði orðið Nicole að bana. Málið hafði mikil áhrif á Kim, Kourtney og Khloé Kardashian að þeirra sögn. Þær ásamt Kris Jenner komu fram í Dr. Phil 2009 til að ræða um O.J. málið og áhrifin sem það hafði á fjölskyldu þeirra.

Hér eru þær svo að ræða um Keeping Up With the Kardashians og gamalt rifrildi á milli þeirra:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 6 dögum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Geir Gunnar rifjar upp atvik sem hann skammast sín fyrir – „Ég brást mjög illa við“

Geir Gunnar rifjar upp atvik sem hann skammast sín fyrir – „Ég brást mjög illa við“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“