fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fókus

Stal frá fjölskyldunni og seldi sig til að fjármagna neysluna – „Þetta gjörbreytti mér“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. október 2023 10:04

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég stal frá fjölskyldu minni. Síðan var ég með fólki sem var með efni. Ég var líka komin á þann stað að ég seldi mig.“

Segir íslensk kona um hvernig hún hafi fjármagnað neysluna. Hún segir sögu sína í þættinum Lífið á biðlista. Gunnar Ingi Valgeirsson kom af stað samnefndu átaki fyrir stuttu og er þetta annað viðtalið í herferð hans gegn löngum biðlistum í meðferð og afvötnun.

Sjá einnig: Íslenskur karlmaður segir að hann hafi þurft að ljúga til að bjarga lífi sínu – „Ég var víst ekki nógu geðveikur“

Í þættinum ræðir hann við konu sem hann kallar X.

„Ég var bara komin í krakkneyslu og var líka eitthvað að reykja oxy,“ segir hún um neysluna.

„Það var eiginlega þannig, eins og í síðasta sinn sem ég fór á Vog var ég búin að hringja mjög mikið og það var ótrúlega langur biðlisti. Það var einhvern veginn enginn séns að koma mér inn á stuttum tíma. Eins og foreldrar mínir voru að reyna að hringja eins og þeir gátu og vinnuveitandi foreldra minna var líka að pressa á það. Á þeim tíma gat ég ekki hætt, það var ekki séns fyrir mig að hætta. Ég reyndi að vera edrú en fíknin var sterkari.“

„Þetta var orðið ógeðslegt“

X segir að hún hafi verið komin á botninn. „Ég var einhvers staðar og síðan fékk ég að fara heim til foreldra minna og sofa, kannski borða eitthvað og fara í sturtu og svo var ég farin út aftur,“ segir hún.

„Það var oft reynt að setja mér einhver mörk en ég átti mjög meðvirka foreldra sem leyfðu mér að koma. Þetta var orðið ógeðslegt og tilfinningin að vita ekki hvar þú ert að fara að sofa í kvöld er mjög ógnvekjandi.“

Konan segir að hún hafi verið farin að fjármagna neysluna með því að stela frá fjölskyldu sinni og selja sig. „Það er furðulegt að líta til baka og sjá hvernig maður var því ég tengi lítið sem ekkert við þessa mannaeskju. Það verður svo rosalega mikið persónuleikabreyting. Ég á ekkert sameiginlegt með þessari manneskju í dag. Þetta gjörbreytti mér og bara öllum mínum viðhorfum, gildum og siðferði. Skaðinn sem ég olli mínu nánasta fólki er gífurlegur.“

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Laufey spurð erfiðrar spurningar um Ísland – „Ég get ekki sagt neitt“

Laufey spurð erfiðrar spurningar um Ísland – „Ég get ekki sagt neitt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sara þjálfari segir það sem er erfitt að heyra – Þetta hjálpaði henni að ná árangri

Sara þjálfari segir það sem er erfitt að heyra – Þetta hjálpaði henni að ná árangri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjaldséð sjón: Grease-stjarna orðin 74 ára

Sjaldséð sjón: Grease-stjarna orðin 74 ára