fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

„Ég margbauð bæjarstjóra í heimsókn og hún kom aldrei eða lét í sér heyra“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 18. október 2023 19:29

Heiðrún Finnsdóttir og eiginmaður hennar hafa þurft að sjá um allt sjálf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er engin umgjörð hvað þetta varðar. Og glætan að Kópavogsbær ætlar að senda einhvern inn til að hjálpa okkur. Allavega hefur það ekki gerst núna og ég margbauð bæjarstjóra í heimsókn og hún kom aldrei eða lét aldrei í sér heyra,“ segir Heiðrún Finnsdóttir.

Skólp flæddi inn á heimili Heiðrúnar og fjölskyldu hennar í Kópavogi í vor. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma, sérstaklega þar sem enginn virtist vilja axla ábyrgð á málinu.

video
play-sharp-fill

Sjá einnig: Sárt að enginn axli ábyrgð á andláti föður hennar – „Ef þetta væru einstaklingar þá væru þeir í fangelsi“

Heiðrún, þjálfari og áhrifavaldur, ræddi um málið í Fókus, spjallþætti DV.

„Það kom í ljós að Kópavogsbær var ekki með fitugildrur á sínum vegum hjá leikskólanum hjá mér. Og við nýbúin að kaupa íbúð, ekki búin að búa þarna í tvö ár, Ný uppgerð neðri hæðin, allt klárt og allt tilbúið.“

Heiðrún var að þjálfa þegar síminn hennar stoppaði ekki. Hún ákvað að svara og var sagt að drífa sig heim. „Ég hljóp heim og það var allt fullt af skít. Það bara flæddi skólp inn heima hjá okkur og öll neðri hæðin ónýt.“

Húsgögn, rúm og leikföng krakkanna, spjaldtölvur, föt og öll búslóðin á neðri hæðinni var ónýt.

Heiðrún Finnsdóttir.

„Við tók mjög asnalegt ferli,“ segir Heiðrún. „Húseigendatryggingin ætlaði ekki að bæta því þetta var ekki brunnurinn hjá okkur. Kópavogsbær neitaði að bæta þetta af því að þeir tóku enga ábyrgð í þessu og tryggingarfélag Kópavogsbæjar neitaði líka að bæta þetta því að þeir gátu ekki fundið neitt saknæmt athæfi af hendi Kópavogsbæjar.“

Eftir átta vikur af þrautseigju Heiðrúnar fékk hún loksins langþráð símtal. „Tryggingarfélagið sagðist ætla að bæta okkur þetta að hluta. En bara að hluta. Það kom í ljós að Kópavogsbær var ekki búinn að ganga rétt frá skólplögnum hjá sér […] Þeir bættu að hluta sem þýðir að við þurfum að gera allt sjálf og erum að því.“

Hún segir nánar frá þessu, ferlinu og stöðunni í dag í spilaranum hér að ofan.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér, eða hlustaðu á hann á Spotify.

Fylgstu með Heiðrúnu á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“
Fókus
Í gær

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf og Enok hætt saman

Birgitta Líf og Enok hætt saman
Fókus
Fyrir 5 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný
Hide picture