fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Greindist með brjóstakrabbamein daginn fyrir afmæli sjö ára dóttur sinnar – „Mikilvægt að hafa vonina“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 11. október 2023 13:00

Bára O‘Brien Ragnhildardóttir Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bára O‘Brien Ragnhildardóttir greindist með brjóstakrabbamein fyrir rúmu ári síðan, daginn fyrir afmæli sjö ára dóttur sinnar. Bára segir mikilvægt að halda í vonina og velur að leggja Bleiku slaufunni lið til að vekja von hjá öðrum sem eru í sömu sporum.

Í kjölfar greiningarinnar fór Bára í gegnum fleygskurð, lyfjameðferð og geisla. „Ef ég horfi á allt ferlið þá er óvissan fyrstu þrjá dagana erfiðust. Um leið og það var búið að setjast niður með mér og útskýra hvað væri framundan þá var þetta allt annað,“ segir Bára sem segir sögu sína í tilefni af Bleikum október. Hún segir endurgreiningaróttann vera óþægilegan og segist vera að reyna að finna sér leið til að tempra hann.

„Ég hélt að þetta væri mest líkamlegt en það sem kemur mér mest á óvart í þessu er hvað þetta er mikið andlegt.“

Bára hélt að ferlið myndi klárast þegar krabbameinsmeðferðirnar kláruðust, en uppgötvaði þá að áfallið hafði áfram áhrif á hana. „Sálin er ennþá í áfallinu og það þarf að hlúa vel að henni, þótt að líkaminn sé kannski fljótari að jafna sig.“

Á námskeiðinu Mín leið hjá Krabbameinsfélaginu fannst Báru uppörvandi að heyra að flestir lifðu af og ættu langt og gott líf framundan að krabbameinsmeðferðum loknum.

„Það að fá þessa von einhvern veginn, að ég ætti allt lífið framundan, það var svo gott. Það er mikilvægt að hafa vonina af því að hún kemur manni áfram.“

Bleikur október hefur fengið nýja merkingu fyrir Báru eftir að hún greindist sjálf og hún vill leggja Bleiku slaufunni lið af því að hún veit hvað það skiptir miklu máli fyrir fólkið sem greinist á eftir henni að þjónusta sé til staðar og að rannsóknum sé sinnt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs