fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Framleiðandi og saxafónleikari saka Waters um gyðingahatur – „Ég skal kynna þig fyrir dauðri ömmu þinni“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 7. október 2023 22:00

Bob Ezrin og Norbert Stachel unnu náið með Waters á árum áður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roger Waters, fyrrverandi bassaleikari rokksveitarinnar Pink Floyd, hefur enn og aftur verið sakaður um gyðingahatur. Nú af framleiðandanum Bob Ezrin og saxófónleikaranum Norbert Stachel. Báðir unnu þeir náið með Waters og báðir eru gyðingar.

Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd sem ber titilinn The Dark Side of Roger Waters.

Ezrin, sem framleiddi stórvirkið The Wall árið 1980, segist hafa litið á Waters sem vin sinn og elskað hann. En hlutir sem Waters sagði hafi sært hann djúpt og þess vegna hafi hann talið nauðsynlegt að stíga fram og segja frá því gyðingahatri sem Waters hafi látið frá sér.

Ýtir á takka aftur og aftur

„Waters er hrotti. Hann hefur verið hrotti allt sitt líf. Hvað gera hrottar? Þeir finna snögga bletti og ýta á þá aftur og aftur og aftur og aftur,“ segir Ezrin í myndinni. Meðal annars árið 1980 hafi hann sagt við Ezrin að Brian Morrison, þáverandi umboðsmaður Pink Floyd, sé „fjandans gyðingur.“

„Þetta var í fyrsta sinn sem ég fékk það á tilfinninguna að Waters væri haldinn gyðingahatri,“ segir Ezrin. „Roger vissi full vel að ég væri gyðingur. Ég veit ekki hvort hann var bara að ýta á mína takka eða hvort hann gerði sér ekki grein fyrir hversu móðgandi þetta gat verið fyrir gyðing.“

Ezrin segist hafa verið í svo miklu áfalli eftir þetta að hann sagði ekkert við Waters. Hann skrifaði þetta á annað hvort fáfræði Waters eða undirliggjandi gyðingahatur sem eigi djúpstæðar rætur sums staðar í Englandi og víðar.

Líkir Ezrin Waters við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Það er að Waters sé hrotti sem standi á sápukassa og gaspri en sé í raun sama hvað fólki finnist um hann.

Setti upp óþægilegt leikrit á látinni ömmu

Norbert Stachel lýsir því þegar hann sótti um að gerast saxófónleikari í hljómsveit Waters og Waters spurði um bakgrunninn. Sagðist hann vera gyðingur, ættaður frá Hvíta Rússlandi og Póllandi, og að stór hluti ættarinnar hafi látist í helförinni í seinni heimsstyrjöld.

Þá hafi Waters brosað á skringilegan hátt og sagt: „Ég skal hjálpa þér að líða eins og þú sért að hitta dána ættingja þína. Ég skal kynna þig fyrir dauðri ömmu þinni. Ég get vel hermt eftir pólskri bændakonu.“ Síðan hafi hann sett á svið undarlegan og óþægilegan leikþátt.

Rétt eins og Ezrin þorði Stachel hins vegar ekki að segja neitt. „Hann vissi að ég myndi ekki gera neitt af því að ég vildi peningana hans og ég vildi spila á tónleikum hjá honum. Þetta snerist um vald,“ segir Stachel.

Stachel man eftir fleiri dæmum. Svo sem þegar Waters neyddi hann á svokallaðan „ping pong bar“ í Tælandi þar sem konur skutu borðtenniskúlum út um sköpin á sér og heimsókn á líbanskan veitingastað þar sem Waters hrópaði á þjónana að hætta að bera „gyðingamat“ á borð. Þá hafi hann einnig rætt við annan gyðing í hljómsveitinni sem Waters vissi ekki að væri gyðingur. Hann hafi sagt: „Aldrei segja Roger að ég sé gyðingur.“

Samhengislaus áróður

Roger Waters hefur hafnað því sem kemur fram í kvikmyndinni rétt eins og hann hefur áður hafnað því að vera haldinn gyðingahatri. Hann sakar framleiðendur myndarinnar einnig um að handvelja einstakar tilvitnanir og myndbrot og taka þau úr samhengi til að láta hann líta illa út.

„Myndin er fálmkenndur og óafsakanlegur áróður þar sem blandað er saman hlutum sem ég á að hafa sagt á mismunandi tímum og í mismunandi samhengi, gert til að sýna mig sem gyðingahatara, án nokkurrar stoðar í raunveruleikanum,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum