fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fókus

Gwyneth Paltrow rýfur þögnina um skíðamálið – „Mér líður eins og þetta hafi verið eitthvað sem ég lifði af“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 3. október 2023 12:59

Málið vakti gríðarlega athygli í vor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonunni og heilsugúrúnum Gwyneth Paltrow var stefnt fyrir dóm af augnlækni á eftirlaunum vegna áreksturs sem átti sér stað í skíðabrekku í Utah árið 2016.

Aðalmeðferð fór fram í mars á þessu ári og var í beinni útsendingu. Málið vakti gríðarlega athygli og er óhætt að segja að samfélagsmiðlar hafi logað á meðan því stóð.

Sjá einnig: Gwyneth Paltrow höfð að háði og spotti fyrir ummæli sem hún lét falla í dómsal

Terry hélt því fram að leikkonan hafi rekist á hann í brekkunni með þeim afleiðingum að hann hlaut brotin rif og heilaskaða. Hann sagðist glíma við bæði líkamlegar og andlegar afleiðingar eftir slysið, hann hélt því einnig fram að Gwyneth og leiðbeinandi hennar hafi látið sig hverfa eftir slysið.

Gwyneth og Terry mættu hvort öðru í dómsal.

Hann fór fram á rúmlega 428 milljónir í skaðabætur. Gwyneth fór fram á einn dollara í táknrænar skaðabætur auk málskostnaðar sér að skaðlausu, en hún hélt því fram að læknirinn hafi ákveðið að stefna henni eftir að honum varð ljóst að hún væri fræg og efnuð. Dómurinn féll Gwyneth í vil.

Sjá einnig: Gwyneth Paltrow stefnt fyrir dóm vegna skíðaslyss – Allt sem þú þarft að vita

Mynd/Getty Images

Viðtalið við The New York Times

Gwyneth, sem stofnaði lífsstílsfyrirtækið Goop, segir í viðtalinu að hún hefur ekki enn tekist að vinna úr þessu.

„Á hverjum morgni vaknaði ég og klæddi mig til að fara í mjög spennuþrungnar aðstæður,“ sagði hún.

„Þetta allt saman var frekar skrýtið. Ég held að ég sé ekki búin að vinna úr þessu. Mér líður eins og þetta hafi verið eitthvað sem ég lifði af. Það tekur mig stundum langan tíma að gera upp hlutina og skilja þá.“

Sjá einnig: Netverji náði að afhjúpa hópspjall sem lögmenn Paltrow höfðu árangurslaust reynt að opna – „Ég bara trúi því ekki að þau hafi ekki náð þessu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“