fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fókus

Sá hvað þeir skrifuðu um hana á fundinum – Sjáðu viðbrögð hennar sem hafa slegið í gegn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 09:26

Whitney Sharpe. Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin bandaríska Whitney Sharpe er 28 ára gömul og er varastjóri fyrirtækis í Boston sem sér um ráðningar og starfsmannahald. Hún var á Zoom fundi með hugsanlegum samstarfsaðilum þegar hún sá skilaboð sem hún átti ekki að sjá.

Hugsanlegu samstarfsaðilarnir, sem voru allir karlmenn, deildu óvart tölvuskjáum sínum á fundinum, sem sýndi Whitney ekki aðeins skjái þeirra heldur einnig skilaboðin um hana sem þeir höfðu sent sín á milli.

Í samtali við BuzzFeed News segir Whitney að hún vilji ekki hafa eftir það sem þeir sögðu en segir að þeir hafi verið að tala um hana á mjög óviðeigandi hátt. Hún segir að einn hafi kallað hana „fokking bombu“.

Eftir að fundinum lauk tók Whitney upp myndband þegar hún ræddi við mennina um atvikið og deildi því á TikTok.

Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli á miðlinum, yfir 13 milljónir í áhorf og yfir tvær milljónir manna hafa líkað við það.

@whitneyrose617It’s rough being a woman in a male dominated field 😬♬ original sound – Whitney

„Til að byrja með, ef við ætlum að vinna saman þá vil ég vinna með kvenkyns sölufulltrúa því ég vil ekki sjá [dónatal] um mig þegar þið eruð að deila tölvuskjáum,“ sagði hún við mennina.

Einn maðurinn svaraði og sagði að þetta hefðu verið óafsakanleg mistök. „Biðst velvirðingar á því,“ heyrðist hann segja.

Metin út frá útliti, ekki gáfum

Whitney hefur verið hrósað hástert fyrir viðbrögð sín. Barbara Corcoran úr Shark Tank skrifaði við myndbandið: „Þú rokkar!“

Hún ræðir um málið við BuzzFeed News. „Ég var miður mín því ég hef þurft að leggja svo hart að mér til að komast á þann stað sem ég er á núna. Ég er varaforstjóri fyrirtækisins og er ein af hæst settu konum fyrirtækisins. Og mér finnst eins og ég þurfi að leggja mig meira fram til að sanna að ég sé klár vegna útlits míns og það var mjög sárt að vera á fundi með hugsanlegum samstarfsaðila þar sem hann kann ekki að meta fyrirtæki mitt eða það sem ég hef að segja, heldur kann hann að meta útlit mitt,“ segir hún.

Whitney viðurkennir að það hafi verið mjög stressandi að ræða við mennina um málið en hún hafi viljað vera eins róleg og fagmannleg og hún gat. „Það síðasta sem ég vildi gera var að gefa þeim tækifæri til að segja að ég væri að vera viðkvæm. Ég vildi ekki gefa þeim færi á því. Ég var að einbeita mér að því að vera eins róleg og ég gat og gráta ekki.“

Whitney Sharpe.

Ekki í fyrsta sinn

Whitney hefur verið í þessum bransa í átta ár og varð fyrst fyrir kynferðislegri áreitni mjög snemma á ferlinum. Hún segir að karlkyns viðskiptavinur hafi beðið hana um að setjast við hliðina á honum í sófanum og þegar hún settist lagði hann höndina á lærið hennar. Þegar hún fjarlægði hönd hans sagði hann henni að „vera ekki svona,“ segir Whitney.

„Þetta var í fyrsta sinn sem eitthvað svona gerðist og þetta hélt bara áfram að gerast,“ segir hún.

Léleg afsökunarbeiðni

Whitney birti afsökunarbeiðnina sem hún fékk frá fyrirtækinu sem hún sat umræddan fund með og sagði að þetta vera dæmi um hvernig ætti ekki að biðjast afsökunar. Í tölvupóstinum kom meðal annars fram að það væru engar konur nógu „hæfar“ innan fyrirtækisins til að vinna með henni, en hún hafði beðið um að fá að vinna með kvenkyns sölufulltrúa vegna óviðeigandi ummæla karlkyns starfsmannanna.

Fyrirtæki Whitney stendur á við bak hennar og hefur ákveðið að vinna ekki með þessum aðilum.

@whitneyrose617 How not to apologize in corporate America 101 #hrnightmare ♬ Flowers – Miley Cyrus

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Mugison í frasaleit – Fjölmargir komu til bjargar

Mugison í frasaleit – Fjölmargir komu til bjargar
Fókus
Í gær

Ingvar færði Píeta gjöf við opnun einkasýningar sinnar

Ingvar færði Píeta gjöf við opnun einkasýningar sinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarna bráðkvödd aðeins 30 ára – Fékk fyrsta mígreniskastið fyrir nokkrum mánuðum

TikTok-stjarna bráðkvödd aðeins 30 ára – Fékk fyrsta mígreniskastið fyrir nokkrum mánuðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nick Cannon segir að Mariah Carey sé „ekki mennsk“

Nick Cannon segir að Mariah Carey sé „ekki mennsk“
FókusMatur
Fyrir 2 dögum

Harissa chilli-maukið kynnt til leiks í eins árs afmæli Mabrúka

Harissa chilli-maukið kynnt til leiks í eins árs afmæli Mabrúka
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kolféllum fyrir útsýninu hér“

„Kolféllum fyrir útsýninu hér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðvörun breskrar fjölmiðlakonu um Bláa lónið vekur athygli milljóna

Aðvörun breskrar fjölmiðlakonu um Bláa lónið vekur athygli milljóna
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég fékk krabbamein og hummaði fram af mér einkennin“

„Ég fékk krabbamein og hummaði fram af mér einkennin“