fbpx
Mánudagur 27.mars 2023
Fókus

Hetjuleg ástæðan fyrir slysinu afhjúpuð

Fókus
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Jeremy Renner slasaðist alvarlega á nýársdag þegar hann varð undir sex tonna snjóbíl. Var hann fluttur með hraði á gjörgæslu þar sem hann þurfti að gangast undir minnst tvær aðgerðir. Hlaut hann alvarlega áverka á bringu og fótlegg auk þess sem hann missti mikið magn af blóði.

Betur fór þó en á horfðist og er leikarinn nú kominn heim til sín þar sem hann stundar nú endurhæfingu en hann greindi frá því nýlega að hann hafi brotið yfir þrjátíu bein í slysinu.

Nú hefur fógetinn á því svæði í Nevada sem slysið átti sér stað greint frá aðdraganda slyssins. Leikarinn mun hafa verið að reyna að bjarga frænda sínum þegar hann lenti undir bílnum.

Jeremy á sjálfur snjóbílinn og hafði komið á honum til að losa jeppa frænda síns – en hann hafði fest sig á veginum. Samkvæmt skýrslu fógeta fór snjóbíllinn þá að renna til og stökk Jeremy þá út úr tækinu, án þess að setja á neyðarbremsuna. Þegar Jeremy reyndi svo að stöðva bílinn og koma í veg fyrir að hann lenti á frænda hans hafi hann dregist undir bílinn.

Það var svo frændinn sem hlúði að Jeremy þar til hjálp barst. Samkvæmt skýrslu lögreglu er Jeremy ekki grunaður um að hafa verið undir áhrifum vímugjafa þegar slysið átti sér stað. Hins vegar er talið að mögulega hafi bilun átt sér stað í snjóbílnum en meðal annars hafi bremsuljós í mælaborði ekki virkað og það gæti hafa átt þátt í slysinu. Samkvæmt rannsókn á snjóbílnum hefði hann ekki runnið yfir Jeremy, hefði bremsan verið á.

Heimild: CNN

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Að baki brosinu – Hvað vitum við um eiginkonu einræðisherra Norður-Kóreu, Ri Sol-ju?

Að baki brosinu – Hvað vitum við um eiginkonu einræðisherra Norður-Kóreu, Ri Sol-ju?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gátan um Cindy sem var ofsótt af eltihrelli í sjö ár og dó hræðilegum dauðdaga – En hvað var satt og hverju var logið?

Gátan um Cindy sem var ofsótt af eltihrelli í sjö ár og dó hræðilegum dauðdaga – En hvað var satt og hverju var logið?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gwyneth Paltrow fyrir dóm vegna skíðaslyss – Dómari neitaði óvenjulegri beiðni og lögmaður biðst afsökunar á því að vera rasshaus

Gwyneth Paltrow fyrir dóm vegna skíðaslyss – Dómari neitaði óvenjulegri beiðni og lögmaður biðst afsökunar á því að vera rasshaus
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hljómsveitin er í raun saumaklúbbur sem vatt upp á sig“

„Hljómsveitin er í raun saumaklúbbur sem vatt upp á sig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kósí stemning við Kvíslartungu

Kósí stemning við Kvíslartungu