Vinkonur áhrifavaldsins Sunnevu Einarsdóttur tókst að plata hana aldeilis og hélt hún um stundarsakir að þrívíddarsónar á meðgöngu færi allt öðruvísi fram en hann gerir í raun og veru.
Sunneva birti brot úr LXS á TikTok, sem hefur fengið um 45 þúsundir áhorfa. LXS eru raunveruleikaþættir úr smiðju Stöðvar 2 um samnefndan vinkonuhóp.
Ástrós, sem var ólétt á meðan tökum stóð, var að segja dömunum frá því að hún væri á leið í þrívíddasónar.
„Það er svo galið hvernig þetta er hægt. Er sett myndavél upp?“ spurði Sunneva undrandi.
Ástrós ákvað að nýta tækifærið og náði henni rækilega.
Horfðu á það í myndbandinu hér að neðan
@sunnevaeinarsmá ég núna tala um hundinn minn?♬ original sound – Sunneva Einars