fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Prettyboitjokko veigraði sér við að svara spurningu um hvað hann hefur grætt mikið en gaf vísbendingu

Fókus
Miðvikudaginn 20. september 2023 10:58

Prettyboitjokko. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn og súkkulaðidrengurinn Patrik Snær Atlason, eða Prettyboitjokko eins og hann kallar sig, veigraði sér við að svara spurningu um tekjur sínar en gaf í skyn að hann hafi það fínt.

Patrik var gestur í hlaðvarpsþættinum Close Friends og birtu vinirnir brot úr þættinum á TikTok þar sem Patrik var spurður hvað hann hefur grætt mikið á tónlistinni.

„Það er erfitt að segja nákvæma tölu,“ sagði Patrik og kallaði þá einn þáttastjórnandinn:

Six figures?“

„Þú veist, ég er allavega nýbúinn að kaupa mér Rollie [innsk. blaðamanns: Rolex úr], skilurðu? Er það ekki eitthvað svar eða?“

@closefriendspodcast♬ original sound – CLOSE FRIENDS PODCAST

Að sögn Wrist Advisor er meðalverðið á Rolex úri frá sjö til tólf þúsund dalir, eða um 950 til 1600 þúsund krónur

Patrik steig fram á sjónarsviðið í byrjun árs 2023 og gaf út fyrstu smáskífuna sína, PBT, í maí.

Hann starfar hjá fjölskyldufyrirtækinu Góu, en afi hans er Helgi Vilhjálmsson, betur þekktur sem Helgi í Góu. Í fyrra var hann með rúmlega 780 þúsund krónur í mánaðarlaun að meðaltali miðað við greitt útsvar 2022.

Sjá einnig: Prettyboitjokko hafði það fínt hjá afa sínum

Þó svo hann vilji ekki gefa upp hversu mikið hann er að græða á tónlistinni virðist ganga vel hjá honum í bransanum. Hann kom meðal annars fram á Októberfest SHÍ, Menningarnótt í Reykjavík og á Þjóðhátíð í sumar. Hann er nú staddur á Ibiza ásamt kærustu sinni og vinum.

Sjá einnig: Prettyboitjokko og kærastan færðu sig í svítuna á Ibiza.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu
Fókus
Í gær

Sjáðu VÆB æfa á stóra sviðinu í Sviss

Sjáðu VÆB æfa á stóra sviðinu í Sviss
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsathöfnin sem hún hataði mest með Hugh Hefner

Kynlífsathöfnin sem hún hataði mest með Hugh Hefner