fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Fyrrverandi eiginkona Eminem nær óþekkjanleg á fyrstu myndunum í mörg ár

Fókus
Miðvikudaginn 20. september 2023 13:47

Kim Mathers og Eminem, sem heitir réttu nafni Marshall Mathers.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Mathers, fyrrverandi eiginkona rapparans Eminem, var mynduð á almannafæri í fyrsta sinn í fimm ár. Bandaríska útgáfa The Sun birti myndir af Mathers og segja hana nær óþekkjanlega.

Mathers, 48 ára, og Eminem, 50 ára, kynntust árið 1987, þegar þau voru aðeins 15 og 13 ára, og voru sundur og saman í nokkra áratugi.

Þau eignuðust Hailie árið 1995, giftust árið 1999 og skildu árið 2001. Þau giftust aftur árið 2006 en skildu þremur mánuðum seinna. Það er óhætt að segja að samband þeirra hafi verið stormasamt á köflum og kom Kim gjarnan fyrir í rapptexta Eminem.

Skjáskot/The Sun

Mathers var mynduð setja ýmsa hluti í bíl sinn í Michigan fyrr í vikunni. Myndirnar má sjá á vef Sun. 

Heimildarmenn segja að það sé gott á milli Kim og Eminem og að dóttir þeirra sé í forgangi. Hailie er áhrifavaldur og heldur úti hlaðvarpinu Just A Little Shady.

Kim Mathers árið 2007. Mynd/Getty

Kim var síðast mynduð árið 2018 og hefur breyst talsvert í útliti síðan þá. Meðal annars hefur hún bætt við nokkrum nýjum húðflúrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu
Fókus
Í gær

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sálfræðingur segir að Harry Bretaprins þurfi hjálp eftir umdeilt viðtal

Sálfræðingur segir að Harry Bretaprins þurfi hjálp eftir umdeilt viðtal