fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fókus

RIFF og Berjaya halda áfram samstarfi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. september 2023 11:02

Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF og Arndís Anna Reynisdóttir forstöðumaður sölu og markaðssviðs Iceland Hotel Collection by Berjaya

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá RIFF, alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, kemur fram að hótelkeðjan Iceland Hotel Collection by Berjaya verði einn af stærstu bakhjörlum hátíðarinnar í ár sem hefst 28. september og stendur til 8. október.

„Það er mikill heiður að taka þátt í áframhaldandi samstarfi með Berjaya sem hafa stutt vel við starfsemi okkar undanfarin ár,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF. „Það græða allir á menningartengdu samstarfi sem þessu,“ segir hún

Í tilkynningunni segir að samstarfið byggi á grunni samstarfs liðinna ára þar sem hótelin hafi áður stutt við starfsemi RIFF með myndarlegum hætti en hátíðin verði nú haldin í tuttugasta skiptið og því um sannkallaða stórafmælis útgáfu að ræða.

Byggir á samfélags ábyrgð

Samstarfið er sagt liður í stefnu Iceland Hotel Collection um samfélagslega ábyrgð þar sem stutt er við menningartengda viðburði sem beint og óbeint stuðla að kynningu á áfangastaðnum Íslandi og íslenskri menningu.

Í tilkynningunni segir enn fremur að markmið RIFF sé að kynna sjálfstæða kvikmyndagerð af öllum gerðum en RIFF sé ekki síður mikilvægur vettvangur fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn til að kynna verk sín fyrir umheiminum. Fjöldi erlendra blaðamanna og bransafólks sæki hátíðina ár hvert og áhugi þeirra á því að kynna sér íslenskar kvikmyndir leyni sér ekki.

Helstu samstarfsaðilar RIFF innan Iceland Hotel Collection eru Iceland Parliament hótelið við Austurvöll auk tveggja hótela innan Berjaya Iceland Hotels keðjunnar, Reykjavik Natura og Reykjavík Marina, auk Slippbarsins sem verður einnig sýningarstaður á kvikmyndahátíðinni.

Almennt um RIFF

Í tilkynngunni segir um RIFF:

„RIFF er nú haldin í tuttugasta skiptið og hefur hátíðin skipað sér á bás sem ein eftirsóttasta kvikmyndahátíð Norðurlanda. Meginhlutverk RIFF er að tryggja víðtækt úrval af hágæða, óháðri kvikmyndaframleiðslu með áherslu á unga kvikmyndagerðarmenn. Tilgangur hátíðarinnar er að vekja áhuga á kvikmyndamenningu, auka kvikmyndalæsi og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi með áherslu á alþjóðlega strauma. RIFF er einnig ætlað að skapa farveg fyrir viðskipti, nýsköpun, listsköpun, myndun alþjóðlegs tengslanets og samræðu við samfélagið og samtímann. RIFF er óháð hátíð, rekin án hagnaðar.“

Til að fræðast meira um Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík og UngRIFF, er hægt að fara inn á heimasíðu hátíðarinnar: www.riff.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“